Leita í fréttum mbl.is

Neytandinn borgar

Samkeppnisstofnun hefur beitt Mjólkursamsöluna viðurlögum fyrir ólögmæta markaðsstarfsemi til að koma í veg fyrir samkeppni á þessum mikilvæga neytendamarkaði. Forstjóri fyrirtækisins segir að neytendur muni á endanum borga þessar sektir. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er það staðreyndin þegar markaðsráðandi fyrirtæki eru beitt slíkum viðurlögum.

Af hverju þá að leggja höfuðáherslu á það að sekta fyrirtæki?

Fyrirtæki sem slíkt brýtur ekki lög heldur þeir sem stjórna því. Það eru alltaf einstaklingar sem standa að lögbrotum -líka brotum á samkeppnislögum. Af hverju ekki að leggja höfuðáherslu á að refsa þeim seku í stað þess að refsa neytendum?

Í 41.gr.a og b samkeppnislaga er heimild til að refsa einstaklingum fyrir tiltekin brot á Samkeppnislögum. Breyta þarf samkeppnislögum á þann veg að refsing einstaklinganna sem standa að brotunum verði aðalatriðið og sektir eða stjórnvaldssektir fyrirtækja verði aukaatriði nema til að gera upptækan ólögmætan hagnað fyrirtækjann af markaðshindrandi starfsemi.

Mikilvægast fyrir neytandann í frjálsu markaðshagkerfi er að virk samkeppni sé á markaði. Virkasta leiðin til að svo geti verið er að gera einstaklingana ábyrga fyrir samkeppnisbrotum.

 

 


Bloggfærslur 8. júlí 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 587
  • Sl. sólarhring: 1091
  • Sl. viku: 3168
  • Frá upphafi: 2297902

Annað

  • Innlit í dag: 557
  • Innlit sl. viku: 2962
  • Gestir í dag: 547
  • IP-tölur í dag: 535

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband