Leita í fréttum mbl.is

Til hvers flokksþing Framsóknarmenn?

Eitt af séreinkennum íslenskrar stjórnmálaumræðu er að mótmæla því sem liggur í augum uppi.

Þingmaður Framsóknarflokksins kom í fréttaviðtal í 22 fréttum RÚV í gær af því tilefni að ákveðið var að halda flokksþing Framsóknarflokksins. Hann sagði að það væri ekki til að losna við formanninn heldur vegna þess að Framsóknarfólki fyndist svo gaman að vera saman.

Ekki skal dregið í efa að Framsóknarfólki þyki gaman að vera saman. Samt er sú eina ástæða til að boða til flokksþings að mikil óánægja er með að Sigmundur Davíð leiði flokkinn í komandi kosningum. Framsóknarfólk er ekki skyni skroppið og gerir sér grein fyrir því að þrátt fyrir að Sigmundur hafi margt gott gert þá væri samt heppilegra að velja aðra forustu.

Af hverju þá ekki að segja það? Af hverju keppast flokksbroddar Framsóknarflokksins við að lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð á meðan víðtæk samantekin ráð eru um að losa sig við hann sem formann. Af hverju má ekki segja það sem allir sjá og skynja?

Halldór Laxnes Nóbelskáld lýsir þjóðareðli okkar í Innansveitarkróníku og segir að því hafi verið haldið fram að íslendingar "verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls." - Nú mætti bæta við "eða haldi því fram sem allir vita að er ekki rétt til að komast hjá að ræða kjarna málsins."

 


Bloggfærslur 26. ágúst 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 137
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 2803
  • Frá upphafi: 2298328

Annað

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 2616
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband