Leita í fréttum mbl.is

Er það svo?

Í dag kom utanríkisráðherra lýðveldisins Íslands á framfæri mótmælum íslensku ríkisstjórnarinnar við stefnu Bandaríkjaforseta í innflytjendamálum. Af því tilefni tók utanríkisráðherra fram í nafni íslensku þjóðarinnar.

"Bandaríkin hafa ætíð og framar flestum öðrum tekið opnum örmum á móti innflytjendum."

Er það svo?

Eftir að Bandaríkin voru fullmótuð hefur það verið miklum takmörkunum háð að vera samþykktur af stjórnvöldum sem innflytjandi með full borgararéttindi. Þess vegna þurfti fólk t.d. að dveljast langdvölum á Ellis Island fyrir utan New York þangað til það gat sýnt fram á að það væri ekki haldið sjúkdómum og gæti séð fyrir sér sjálft. Bandaríkjamenn voru ekki að taka við ómegð eins og Evrópa þ.á.m. Ísland eru að gera í dag.

Á þessari öld hefur verið reynt að sporna við innflutningi fólks til Bandaríkjanna með ýmsu móti. M.a. hefur verið reist girðing og múr að hluta eftir landamærum Bandaríkjanna og Mexícó og á tíma Obama var þessi landamæravarsla aukin, en dugar ekki til og þess vegna segist Trump ætla að gera hana markvissa til að ætlunarverk Obama um að koma í veg fyrir innflytjendastraum frá Mexícó verði að veruleika.

Staðreyndin er sú að á þessari öld hafa Bandaríkin ekki framar flestum öðrum tekið opnum örmum á móti innflytjendum nema síður sé.

Annar hluti mótmæla utanríkisráðherra er við þeirri ákvörðun Bandaríkjaforseta, að veita ekki fé skattborgaranna til upplýsingagjafar um fóstureyðingar.  

Forsendur ríkisstjórnarinnar í nafni íslensku þjóðarinnar eru:  

"Aðgengi að öruggum fóstureyðingum er mikilvægt mannréttinda- og heilbrigðismál".

Er það svo?

Hvar stendur það í íslensku stjórnarskránni að aðgengi að öruggum fóstureyðingum sé mannréttindamál. Er það að finna í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eða Mannréttindasáttmála Evrópu eða Mannréttindalögum Íslands?

Það er eitt að hafa ákveðnar skoðanir. Annað að færa fram sanngirnisrök fyrir þeim. Síðan er spurning hvort þjóðríki  er að abbast upp á önnur ríki og stjórnvöld með þessar skoðanir.

En er það virkilega svo að íslenska ríkisstjórnin telji ástæðu til að hlutast til um það að öruggar fóstureyðingar verði leyfðar og styrktar af fé skattgreiðenda í öllum löndum heims?

Utanríkisráðherra má þá hafa sig allan við að senda mótmæli til þeirra 48 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna þar sem fóstureyðingar eru bannaðar. Í því sambandi er þá líka spurning af hverju beindi íslenska ríkisstjórin ekki mótmælum til þessara 48 ríkja í stað þess að vandræðast við Bandaríkjamenn út af mun minna tilefni?


Bloggfærslur 31. janúar 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 999
  • Sl. sólarhring: 1007
  • Sl. viku: 5526
  • Frá upphafi: 2301698

Annað

  • Innlit í dag: 918
  • Innlit sl. viku: 5160
  • Gestir í dag: 887
  • IP-tölur í dag: 862

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband