Leita í fréttum mbl.is

Stríðsglæpamenn

Skýrsla opinberu bresku rannsóknarnefndarinnar um innrásina í Írak árið 2003 staðfestir það sem öllum átti að vera ljóst. Í fyrsta lagi voru brotin alþjóðalög. Í annan stað voru röksemdir fyrir nauðsyn innrásar rangar. Í þriðja lagi var beitt fölsunum og blekkingum, af æðstu yfirmönnum Breta og Bandaríkjanna. Í fjórða lagi þá var Saddam Hussein tilbúinn til samninga. Í fimmta lagi þá gættu hvorki Bandaríkjamenn né Bretar að öryggi hinnar hernumdu þjóðar í Írak svo sem þeim bar skylda til.

Innrásin í Írak 2003 á fölskum forsendum með lygum, í trássi við alþjóðalög ætti að duga til að draga þá sem stóðu að innrásinni fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Af hverju gerðu Bretar og Bandaríkjamenn þessa glórulausu vitleysu. Það er erfitt að finna svar við því. Blair og Bush var það alltaf ljóst að þeir voru að ljúga þjóðir sínar í stríð. Þáverandi utanríkisráðherra Breta sagði af sér og flutti eina af bestu ræðum sem haldnar hafa verið í breska þinginu við það tækifæri.  

Ég gagnrýndi þessa innrás strax og íslensk stjórnvöld fyrir að setja okkur í hóp viljugra ríkja. Það var brot á utanríkisstefnu Íslands. Því miður fylgdum við þessari ólöglegu innrás þó það væri bara í orði.

Verða einhverjir í Bretlandi og Bandaríkjunum látnir sæta ábyrgð fyrir að hafa átt þátt í morðum og dauða tuga þúsunda einstaklinga. Það væri e.t.v. ekki úr vegi að miða þá við sömu sönnunarreglur og ábyrgðarkröfur eins og fyrrum hermenn nasista hafa þurft að sæta vegna ábyrgðar á Gyðingamorðum.

Vesturlönd geta ekki sótt einræðisherra í Afríku eina til saka og þáttakendur í upplausnarstríði Júgóslavíu, en sleppt sínum eigin mönnum sem bera ábyrgð á dauða mun fleiri.


Bloggfærslur 6. júlí 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 133
  • Sl. sólarhring: 1190
  • Sl. viku: 2714
  • Frá upphafi: 2297448

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 2530
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 124

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband