Leita í fréttum mbl.is

Ríka þjóðin

Því hefur verið haldið fram um nokkurt skeið, að við værum gríðarlega rík þjóð. Samt hefur ríkissjóður verið rekinn með viðvarandi halla allan þann tíma sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa verið við völd.

Árið 2007 og 2008 var okkur sagt hvað við værum rík þjóð. Þáverandi ríkisstjórn taldi því rétt að ríkisstjórnin flygi til funda á einkaþotum og hver einasti þingmaður hefði aðstoðarmann og sumir fleiri en einn. Ég er stoltur af því að hafa einn þingmanna greitt atkvæði á móti því bruðlfrumvarpi. 

Ríkidæmið hrundi haustið 2008 og allt í einu vorum við þjóð í verulegum fjárhagslegum vanda. Þá lá fyrir að ríkisstjórnin hafði látið reka á reiðanum í ríkisdæmispartíinu.

Vegna gæða náttúruaflanna og ofurferðamannastraums tókst þó að vinna skaplega úr Hruninu. 

Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur verið samstaða um fátt annað en að eyða um efni fram. Þó að váboðar hafi svo sannarlega verið sýnilegir um árabil, þá hefur ekki verið brugðist við. Öllum mátti vera ljóst að hælisleitendamálin mundu verða óviðráðanleg nema brugðist yrði við. Það var ekki gert. Öllum mátti líka vera ljóst að með  því að láta reka á reiðanum mundi verða orkuskortur í landinu. Einnig mátti öllum vera ljóst að með því að eyða um efni fram og tæma hamfarasjóði hefðum við ekki nóg fyrir okkur að leggja ef eitthvað bjátaði á.

Stjórnarflokkarnir fagna því að í blaðinu the Economist erum við í 8 sæti þeirra þjóða þar sem þjóðartekjur á mann eru hvað hæstar. Stjórnarflokkarnir segja að þetta sýni hvað við séum rík,en það er röng ályktun. Telja menn virkilega að við séum ríkari þjóð en Danmörk, Svíþjóð eða Saudi Arabía sem eru mun neðar á þessum lista en við svo dæmi séu tekin. En stjórnmálastéttin vill greinilega láta eins og engin endir verði á partíinu ekki frekar en hún vildi það 2007 og 2008 þegar þáverandi menntamálaráðherra og núverandi formaður Viðreisnar flaug þrisvar sinnum til Peking með maka sínum á kostnað ríkissjóðs til að horfa á handboltaleiki.

Nú stöndum við frammi fyrir alvarlegum náttúruhamförum sem munu verða þjóðarbúinu erfiðar og kostnaðarsamar. Gera verður átak í orkumálum til að binda endi á orkuskortinn. Það kostar mikla peninga. Hælisleitendamálin eru stjórnlaus og við verðum að loka landinu fyrir hælisleitendum og einnig að hætta við svokallaða fjölskyldusameiningu fólks frá Gasa. Annað eru griðrof stjórnmálamannanna við þjóðina.

Það er ekki hægt að bíða eftir frumvörpum um breytingu á útlendingalögum. Það verður að gera ráðstafanir strax.


Bloggfærslur 9. febrúar 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 737
  • Sl. sólarhring: 1332
  • Sl. viku: 6510
  • Frá upphafi: 2303825

Annað

  • Innlit í dag: 686
  • Innlit sl. viku: 6017
  • Gestir í dag: 665
  • IP-tölur í dag: 646

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband