Leita í fréttum mbl.is

Hvika nú allir frá Jóhönnu?

Ljóst er að titringur er í röðum þess Samfylkingarfólks sem telur sig til forustu flokksins fallið að Jóhönnu Sigurðardóttur genginni. Af því má ráða að innsti hringurinn í Samfylkingunni sé þegar búinn að afskrifa Jóhönnu sem leiðtoga og eingöngu spurning um hvort hann telur hana á vetur setjandi eða hvort umskipti þurfi að verða fyrr.

Grein Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu í gær var athygliverð í þessu sambandi. Árni Páll sem tapaði varaformannskosningum fyrir Degi B. Eggertssyni á síðasta Landsfundi Samfylkingarinnar telur greinilega að nú sé lag. Í grein Árna koma fram mikilvæg atriði um landsstjórnina, en Árni hafði ekki rætt þessi sjónarmið sín við samráðherra sína áður en greinin  birtist.  Greinin er því einleikur Árna og gerð í því skyni að sýna fram á að þar fari hinn framsýni og ábyrgi stjórnmálamaður.

Dagur B. Eggertsson er verulega laskaður sem stjórnmálamaður eftir uppákomur síðustu daga og vikna. Jóhanna er líka verulega löskuð eftir Másgate og forustuleysi í verklausri ríkisstjórn. Árni Páll gengur því á lagið stígur fram þar sem hann skynjar að klukkan er byrjuð að glymja fyrir Jóhönnu sem forustukonu í stjórnmálum.

Nú er spurning hvort fleiri úr hópi forustufólks í Samfylkingunni stíga fram með svipuðum hætti og Árni Páll í hinum óformlega formannsslag í flokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 844
  • Sl. sólarhring: 1043
  • Sl. viku: 4497
  • Frá upphafi: 2300592

Annað

  • Innlit í dag: 783
  • Innlit sl. viku: 4205
  • Gestir í dag: 756
  • IP-tölur í dag: 729

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband