Leita í fréttum mbl.is

Ákall Steingríms J

Steingrímur J. Sigfússon hefur gengið harðast fram í því að andskotast út í andstæðinga sína í stjórnmálum og ber mestu ábyrgð á ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum og skrípaleiknum í kring um þær.  Steingrímur J og Atli hinn "frómi" Gíslason stóðu þar fyrir aðför að pólitískum andstæðingum í þeim helsta tilgangi að leiða athyglina frá eigin getu- og úrræðaleysi.

Fimm dögum eftir að Steingrímur J. stóð fyrir aðgerð sem var pólitísk griðrof, kallar hann eftir samstöðu stjórnmálamanna. Það er svipað og maður sem sparkar í annan og fótbrýtur hann biðji þann fótbrotna síðan um að hjálpa sér að bera fyrir sig innkaupapokana.

Því miður er útilokað að verða við tilmælum Steingríms J. vegna þess að honum er ekki treystandi. Eftir það sem gerðist á þriðjudaginn 28. september getur Steingrímur J. ekki kallað eftir samstöðu stjórnmálamanna. Slík samstaða getur ekki myndast meðan hann situr sem ráðherra.

Heift Steingríms J og pólitískur loddaragangur auk fjandskapar hans og flokks hans við frjálst atvinnulíf og atvinnuuppbyggingu leiðir til þess að samstaða stjórnmálamanna er ekki fyrir hendi með honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki vil ég koma nálægt honum með minna en 10 feta stöng.Hver trúir þessum manni nokkurntímann aftur?

Halldór Jónsson, 2.10.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Steingrímur eins og svo margir í ráðherrahópnum hefur enga reynslu af venjulegu lífi.

Hann hefur verið í vernduðu umhverfi allt sitt líf, hóf ungur þátttöku í stjórnmálum eftir að hafa áður verið opinber starfsmaður.

Hann öskraði margt í stjórnarandstöðu. Enginn tók mark á honum því hann hafði ekkert vægi.

Þess vegna var sama hvað hann sagði og gerði, það hafði engin áhrif.

Hann skammaði opinberlega forystumenn atvinnulífsins og bað einn þeirra að rísa á fætur og standa fyrir máli sínu. Mönnum þótti það hálffyndið, því Steingrímur er einn af þeim mönnum sem geta öskrað hátt og látið tungu sína framleiða ógrynni orða án þess að nokkur muni hvað hann sagði.

Þess vegna heldur hann að sér fyrirgefist allt.

En með því að misbjóða réttlætiskennd þjóðarinnar í Landsdómsmálinu hefur hinum tekist að láta orð sín og gjörðir bíta.

Enginn stjórnmálamaður hefur framið eins ljóta og siðlausa aðgerð eins og þá, að draga saklausan mann fyrir dóm.

Og geymir sagan þó margt ljótt í þessum efnum. 

Og væla yfir því í fjölmiðlum að sér þyki það erfitt, hann sagðist vera með sorg í hjarta ef ég man rétt.

Vonandi er hann enn með sorg í hjarta því annars hefur hann ekki ríka réttlætiskennd.

Ég væri hissa á ef nokkur stjórnmálamaður með þokkalega réttlætiskennd geti starfað með honum eftir þennan ljóta leik hans í Landsdómsmálinu.

Jón Ríkharðsson, 2.10.2010 kl. 16:21

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón.

Hverju er Steingrími hótað af innlendum og erlendum mafíu-samtökum?

Getur þú svarað því?

þú hefur mikla reynslu í þessum ósnertanlega heimi svika-embættis-manna og ættir að ganga fram af hugsjón til að verja svikinn almenning fyrir svika-embættis-klíku? þannig myndir þú gera gagn!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2010 kl. 19:30

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég Halldór.  Alla vega eru erjur í kring um hann í þingflokki Vinstri grænna og í flokksfélögum Vinstri grænna vítt og breitt um landið.

Jón Magnússon, 3.10.2010 kl. 09:49

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Jón. Ég held að þegar tímar líða fram þá muni sagan dæma þá Atla Gíslason og Steingrím J. Sigfússon fyrir það að knýja fram ákærur á jafn vafasömum forsendum og um ræðir.

Jón Magnússon, 3.10.2010 kl. 09:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Anna Sigríður ég veit ekki hverju Steingrími J er hótað ef honum er þá hótað sem ég vona að sé ekki um að ræða.  Því miður Anna þá hef ég séð margt sem ég taldi að væri ekki til í þessu landi og blöskrað að ekki væri á því tekið.  Ég hef ekki látið mitt eftir liggja í því að reyna að verja hagsmuni almennings og flestir sjá það í dag að það hefði verið betra að fara að mínum ráðum varðandi verðtryggingu, gengislán, stýrivexti Seðlabanka og jöklabréf.

Jón Magnússon, 3.10.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 101
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 2511
  • Frá upphafi: 2298484

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 2341
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband