19.5.2011 | 23:19
Ótrúlegt, en satt.
Lilja Mósesdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismenn og Ólafur Arnarsson hafa vakið athygli á máli sem er þess eðlis að fyrirfram hefði mátt ætla að fjölmiðlar þjóðarinnar mundu loga og gera málinu verðug skil. Málið snýst um að hundruðir milljarða voru afhentir að óþörfu erlendum kröfuhöfum. Þetta er ótrúlegt en satt. Svona glópa höfum við sem æðstu stjórnendur því miður.
Málið varðar einmuna glópsku fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem gáfu erlendum kröfuhöfum skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þessi glópska ráðherranna er með þeim hætti að manni fallast hendur. Þrátt fyrir takmarkaða virðingu fyrir stjórnvisku og hæfileikum þeirra Steingríms og Jóhönnu þá hvarflaði ekki að mér að þau væru þeir glópar að selja framtíð íslenskra heimila og atvinnufyrirtækja í hendur kröfuhafa endurreistra viðskiptabanka.
Nú bíð ég eftir því að stjórnarandstaðan taki þetta mál upp nú þegar og beri fram vantraust á þá ráðherra sem ábyrgð bera á þessari aðför að heimilum landsins og atvinnurekstri. Þá verður það ekki nægjanlega undirstrikað að þessar upplýsingar sýna að Jóhanna Sigurðardóttir er svikin vara. Skjaldborgin gat aldrei orðið til vegna þess að Jóhanna fórnaði henni í febrúar 2009.
Nánar má lesa um þessa glópsku og svívirðingu Jóhönnu og Steingríms í góðri færslu Ólafs Arnarssonar á Pressunni en slóðin er þessi: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/skotleyfi-a-skuldara---helstu-punktar
Nú reynir á hvort stjórnarandstaðan er vanda sínum vaxin. Ef til vill væri rétt að Lilja Mósesdóttir yrði fyrsti flutningsmaður þessarar vantrauststillögu á þá ráðherra sem ábyrgð bera á þessari aðför að almenningi og atvinnulífi í landinu. Hún hefur alla vega tjáð sig með þeim hætti, og á þakkir skildar fyrir það, að það er rökrétt að hún beri fram vantrauststillögu á fyrrum formann sinn og fleiri ráðherra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 785
- Sl. sólarhring: 786
- Sl. viku: 5243
- Frá upphafi: 2467455
Annað
- Innlit í dag: 727
- Innlit sl. viku: 4867
- Gestir í dag: 703
- IP-tölur í dag: 683
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón. Ég er 100% sammála þér!!
Eyjólfur G Svavarsson, 20.5.2011 kl. 00:17
Stjórnarandstaðan innan S og B flokka eru stærstu svikararnir á alþingi Íslendinga í dag!
Sú stjórnarandstaða hefur ekki getað beitt sér af krafti, vegna þess að hún er svo meðsek að stórum hluta til, að hún þorir ekki að beita sér fyrir nokkrum einustu málum af hörku!
Það er helvíti hart að stjórnarliðar hafi þurft að taka þetta óvinsæla ómak af stjórnar-andstöðunni (S og B), að mótmæla óréttlætinu og sviknum kosningaloforðum, eins og staðreyndirnar hafa sýnt!
Og fyrir það eru þeir stjórnarliðar nánast grýttir í hel á andlegan, eineltis-ofbeldishátt, af áróðurs-fjölmiðlum, fyrir að standa í lappirnar, og með réttlætinu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2011 kl. 00:44
Hér er skrítið að vera eyðileggja eða rústa innra gengi Íslands og vera svo að sækja um festa það ekki allra vesta sem hugsast getur í sessi , í sýndar yfirtöku aðildaviðræðum í Brussel. Norðmenn bíða en eftir tilboði sem þeir geta ekki hafnað.
Lið sem fer í banka og spyr hvað kemur best út fyrir mig, eða í viðskipti við hvern sem er, fær örugglega svör í samræmi. Slíkt lið á ekki að koma nállægt annarra fjármálum að mínu mati. Samningar eru yfirleitt formsatriði þegar þroskaðir vita úrslitin nokkurn vegin fyrir fram. Svona liði er trúandi til alls. Græðgi skein úr Steingrími á fyrsta degi þegar hann komst í stólinn. Kína er að flytja mest inn í augnblikinu af öllum ríkjum heims, í raun að bjarga ESB í 20 -30% samdrætti síðustu 4 ár.
Júlíus Björnsson, 20.5.2011 kl. 02:25
Við erum nokkur sem höfum haldið því fram í langan tíma, m.a. í rifrildum við stjórnarliða á Eyjunni, að bankarnir hafi verið endurreistir með nákvæmlega þeim hætti sem lýst er í skýrslunni.
Í samskiptum mínum við fólk undanfarna daga, varð ég var við gríðarlega reiði vegna þessa máls, sem síðan hefur fyrst og fremst breyst í sorg. Fólk bókstaflega trúir því ekki að við séum með jafn andstyggilegt fólk við stjórnvölin og að skýrslan gefur bersýnilega til kynna.
Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa kjósenda í þessu landi að borið verði fram vantraust á ákveðna ráðherra í þessu máli. Ég minni á að stór hluti þingmanna, í bæði stjórn og stjórnarandstöðu, hefur fram að þessu ekki haft hugmynd um hvernig þetta var gert.
Það má einu gilda hvort vantraust verður samþykkt eða ekki. En kjósendur verða að fá það skjalfest, áður en næst verður kosið, hvaða þingmenn ætla að leggja nafn sitt við þessi vinnubrögð.
Seiken (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 12:26
Sæll Jón.
Þann 12. september 2009 sendi ég alþingismönnum eftirfarandi bréf um málið:
Samningar skilanefnda og kröfuhafa bankannaÁgætu alþingismenn.
Í Kastljósviðtali sl. þriðjudag 8. september vék ég m.a. að því broti lánastofnana á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sem felst í bindingu skuldbindinga í íslenzkum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.
Í viðtali á Bylgjunni sl. fimmtudag 10. september sagði viðskiptaráðherra í upphafi máls að “það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg.” Ef einhverjir teldu að svo væri ekki, bætti hann við, þá væri það hlutverk dómstóla að skera úr um málið.
Hér er ekki um “erlend lán” að ræða.
Öll krónulán bankanna eru fjármögnuð af tiltækum krónueignum þeirra að meðtöldum innistæðum í Seðlabanka Íslands sem verða til við sölu bankanna til se ðlabanka á erlendum gjaldeyri sem þeir hafa keypt af viðskiptavinum eða tekið að láni erlendis.
Erlend lántaka felur í sér gengisáhættu, sem bankarnir hafa kosið að láta lántakendur axla með bindingu höfuðstóls krónulána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.
Lög nr. 38/2001 banna slíka yfirfærslu gengisáhættu, sbr. athugasemd við frumvarp til laga nr. 38/2001:
“Samkv æmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. "
Í uppgjörssamningum skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna er gengið út frá því að yfirfærsla gengisáhættu hafi verið lögleg.
Samningarnir taka því ekki mið af skaðabótaskyldu bankanna gagnvart lántakendum gengisbundinna lána skv. 18. gr. laga nr. 38/2001.
Niðurfærsla höfuðstóls slíkra lána til jafns við fyrri uppfærslu vegna gengisbindingar myndi nema hundruðum milljarða króna.
Útfærsla uppgjörssamninganna án dómsúrskurðar um lögmæti gengisbindingar og hugsanlega skaðabótaskyldu væri glapræði.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 12:29
Þakka þér fyrir Eyjólfur. Þetta er mikilvægt en alvarlegt mál.
Jón Magnússon, 21.5.2011 kl. 11:47
Ég er alveg sammála þér Seiken og þykir gott að heyra að fólk skuli vera að ræða þetta mál. Mér finnst þetta stórmál og mjög alvarlegt. Ef til vill sýnir þetta betur en margt annað hvað þau Steingrímur og Jóhanna eru gjörsamlega vanhæf. Ég er sammála þér að það er óverjandi að það sé ekki borin fram vantrauststillaga á þingi á þau fyrir þessa glópsku.
Jón Magnússon, 21.5.2011 kl. 11:53
Já Gunnar þetta var alveg rétt hjá þér eins og svo margt annað sem þú hefur sent frá þér. En þú hefur sennilega ekki vitað þegar þú sendir bréfið í september 2009 að Steingrímur og Jóhanna væru búin að brjóta fjöreggið með því að afhenda erlendum kröfuhöfum skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila til innheimtu með öllum þeim afarkostum sem þeir óska að sýna.
Jón Magnússon, 21.5.2011 kl. 11:59
Sæll aftur Jón.
Eins og fram kemur í eftirfarandi grein minni sem ég sendi 5. maí til birtingar í Fréttablaðinu (hún hefur væntanlega verið birt degi eða tveimur síðar), þá varaði ég sérstaklega við því að ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu væru með glórulausum aðgerðum sínum að afhenda fjöregg þjóðarinnar í hendur handrukkara.
***
Eignamat gömlu bankanna - Stjórnvöld, heimili og kröfuhafar Í minnisblaði viðskiptaráðherra – Endurreisn fjármálakerfisins - sýn viðskiptaráðherra á verkefnin framundan – dags. 5. maí segir svo í 1. lið: „Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins frá því í október 2008 var kveðið á um að tilteknar eignir og skuldir færðust yfir frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Í kjölfarið gerði Fjármálaeftirlitið samning við Deloitte LLP um að meta þær eignir og skuldir sem færðust á milli. Einnig gerði eftirlitið samning við alþjóða ráðgjafafyrirtækið, Oliver Wyman, til þess að hafa tilsjón með mati á eignunum. Fjármálaeftirlitið fól Deloitte LLP að byggja mat sitt á hugtakinu gangvirði, en skilgreining þess gerir ráð fyrir að nýju bankarnir haldi áfram starfsemi sem fullfjármagnaðir íslenskir bankar á innanlandsmarkaði og þurfi hvorki að losa eignir (eða gera upp skuldbindingar) í bráð né með nauðungarsölu. Niðurstöður matsins liggja nú fyrir og er nú verið að kynna þær hagsmunaaðilum í samræmi við stefnu þar að lútandi.” Gangvirði (”fair value” á ensku) vísar til söluverðs eigna við ríkjandi markaðsaðstæður án tillits til upphaflegs kaupverðs eða nafnverðs, t.d. reyndist gangvirði eigna Glitnis í Noregi sl. október vera 10% af kaupverði 2004 og brezkur fjármálamaður bauð 5% í áhvílandi skuldir á eignum Baugs í Bretlandi á sama tíma. Þegar bankar fara á hliðina fara eignir þeirra á brunaútsölu, sbr. yfirtöku Bank of America á skuldum og eignum Merrill Lynch & Co. um síðustu áramót á 12% af gangvirði hlutabréfa fyrirtækisins í janúar 2007. Markaðurinn er harður húsbóndi eins og skuldsett heimili landsins sannreyna um leið og stjórnvöld bjóða þeim aðstoð í skötulíki. Hins vegar hafa íslenzk stjórnvöld slegið skjaldborg um hagsmuni erlendra og innlendra kröfuhafa á Gömlu bankana sbr. þær vinnureglur sem Fjármálaeftirlitið setti Deloitte LLP við mat á eignum þeirra og eiga ekkert skylt við gangvirði í merkingu þess hugtaks við ráðstöfun eigna gjaldþrota banka. Höfuðstóll og skilmálar húsnæðislána Gömlu bankanna eru ótvírætt umfram greiðslugetu fjölda lántakenda. Það væri því glapræði fyrir Nýju bankana að yfirtaka slík lán skv. mati Deloitte LLP sem byggir á öðrum forsendum. Vandi stjórnvalda verður einfaldlega ekki umflúinn: skjaldborg verður ekki slegin samtímis um hagsmuni heimila landsins og kröfuhafa Gömlu bankanna. Hið sama er upp á teningnum varðandi skuldir sjávarútvegsfyrirtækja: Nýju bankarnir myndu verða nánast óstarfhæfir til langframa við yfirtöku skuldanna á margföldu gangvirði. Höfundur er hagfræðingurGunnar Tómasson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:46
Þakka þér fyrir þessa upprifjun Gunnar. Þú þyrftir að rifja þetta mál upp í dagblöðum. Steingrímur J. komst upp með það í fréttum á Stöð 2 að gera hróp að þeim sem gagnrýna hann fyrir að halda svona illa á málum og tala um að þetta sé allt saman bull og vitleysa án þess að fréttamaðurinn hafi séð ástæðu til að spyrja hann nokkurs í framhaldi hvað þá að tala við þá sem halda fram því sem Steingrímur heldur fram að sé bull.
Jón Magnússon, 22.5.2011 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.