Leita í fréttum mbl.is

Sérkennilegt

Talsmaður Arion banka var spurður um það hvort bankinn hefði verðlagt hlutabréf í Högum of lágt við útboð hluta í félaginu. Talsmaðurinn svaraði í raun þannig að svo hafi verið og miðað sé við einhver mörk hvað það varðar 10-20% minnir mig að hann segði  að slíkir hlutir væru boðnir undir áætluðu markaðsvirði. Þá sagði hann að sennilega hafi þetta verið nálægt efri mörkum hjá þeim í Arion.

Sé það svo að strákarnir í Arion hafi áætlað verðmæti Haga 15-20% hærra en ásett verð við hlutafjárútboð þá er það athyglivert mál. Sé sú staðhæfing talsmanns bankans rétt að þetta sé venja, þá er spurning hvenær mótaðist sú venja og hefur hún verið almennt tíðkuð við hlutafjárútboð, hvenær og hvar?

Í annan stað þá þýðir þetta að hluthafar Arion tapa peningum og ríkissjóður tapar peningum. Þeir sem fengu að kaupa mikið eða áttu kauprétt græða mest.

Er það allt í lagi að selja eigur Arion banka á allt að  20% undirverði? 

Er það ekki frétt að ríkissjóður verði af hundraða milljóna skattekjum hinna ríku og útvöldu.

Svo virðist miðað við það sem talsmaður bankans heldur fram að það hafi verið meðvituð ákvörðun að hygla kaupendum hlutafjár í Högum og halla á eigendur Arion og ríkissjóð.

Sérkennilegt eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Erum við ekki bara komin í sömu spor og fyrir hrun, Jón?

Getur verið að þessi hækkun sé kannski bara "froða", svona eins og svo mikið var af fyrir hrunið? Hvernig var skipting þeirra sem buðu í Haga? Voru það fáir sem þrýstu verðinu upp? Kannski einhverjir sem voru að höndla með annara manna fé? Kannski til að selja svo eigin bréf á topp verði?

Þetta minnir óneitanlega á þann skrípaleik sem hér tíðkaðist fyrir hrun. Þegar fáir og sterkir réði markaðsvirði þeirra fyrirtækja sem voru á verðbréfamarkaði. Þegar hinn almenni verðbréfakaupandi sem ætlaði að ávaxta sitt pund í fyrirtækjum varð að hlýta allt öðrum lögmálum en markaðslögmálum, varð að hlýta geðþóttaákvörðun fárra einstaklinga sem hugsuðu um það eitt að græða sem mest, hvort sem það var gert löglega eða ekki!

Markaðsvirði fyrirtækja hlýtur alltaf að markast af eign þess og rekstrarforsemndum. Markaðsverð á örmarkaði, þar sem einn aðili getur í raun stjórnað framboði og eftirspurn getur aldrei orðið grunnur að verðmati fyrirtækja.

Þetta útboð sýnir að við Íslendingar eigum enn nokkuð í land með að koma hér á heilbrigðum hlutabréfamarkaði. Meðan fáir aðilar, eins og t.d. lífeyrissjóðir, eða öllu heldur stjórnendur þeirra, geta haft tögl og haldir á þeim markaði, getur hann ekki orðið heilbrigður.

Það er ljóst að 20% breyting á verðmæti fyrirtækis á einum degi er ekki eðlileg. Hvort um er að ræða að það hafi verið of lágt metið eða hvort of hátt var boðið, skiptir í sjálfu sér litlu máli. Í báðum tilfellum eru einhverjir sem tapa fé.

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2011 kl. 07:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sama lagið áfram og fyrr þegar Sigurður og Hreiðar voru við stjórnina.

Halldór Jónsson, 18.12.2011 kl. 10:43

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er alveg sammála þér Gunnar varðandi verðmyndun hluta á markaði o.s.frv. Hins vegar var ekki hægt að skilja talsmann Arion banka með öðrum hætti en vísvitandi hafi útboðsverðið verið ákveðið of lágt. Ég er að benda sérstaklega á þau ummæli.

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sé svo Halldór heldur þú þá að landið fari að rísa?

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 13:26

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hrun lykt af þessu,svei bara. Ef eitthvert traust hefur verið að myndast hjá Arion banka, þá er það farið aftur, þvílíkur sóðaskapur!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.12.2011 kl. 22:01

6 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega sérkennilegt Eyjólfur.

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 139
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 2805
  • Frá upphafi: 2298330

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 2618
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband