Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk réttyrði, líf og mannréttindi.

Fyrir nokkru voru þeir sem komu inn í lönd án leyfis nefndir ólöglegir innflytjendur. Ólöglegur innflytjandi er ekki jákvætt orð. Takmörkuð samúð er með ólöglegum innflytjendum en það vilja allir vera góðir við þá sem eiga hvergi höfði sínu að halla eða eru ofsóttir í heimalandi sínu. Þannig breyttist ólöglegur innflytjandi í orðræðu fjölmiðla í flóttamenn eða hælisleitendur.

Kostnaður Evrópuríkja vegna ólöglegra innflytjenda þ.e. flóttamanna þ.e. hælisleitenda,  á svokölluðu Schengen svæði þ.e. svæðinu sem eru með sameiginleg landamæri, en við erum eitt þeira ríkja, er gríðarlegur. Fyrir nokkru sagði Fréttablaðið frá því að ESB hafi smalað "hælisleitendum" þ.e. ólöglegum innflytjendum frá Albaníu saman í flugvél til að flytja þá til heimalandsins.

Ástandið getur ekki annað en versnað vegna þess að óstjórnin víða í Afríku og Mið-Austurlöndum er slík. Þess vegna er þörf á því að taka á þessum málum af skynsemi á grundvelli mannúðar.

Svo virðist sem að heimurinn hafi þróast til hins verra undanfarin ár þrátt fyrir aukna tækni og meiri friðar í heiminum en oftast áður. Fólk sem leitar að nýjum verustað af því að það sér ekki fram á lífsafkomu eða líf heima hjá sér deyr úr sulti. Þetta fólk er drepið, selt í þrælasölu, misþyrmt og nauðgað samkvæmt nýlegum fréttum frá Afríku og Suður Ameríku.

Lausnin felst ekki í að þróuð lönd taki við fleirum og fleirum meðan ekki er tekið á  undirliggjandi vandamálum á svæðunum þaðan sem fólkið flýr.  Þetta má þó ekki segja nema eiga það á hættu að vera stimplaður af nýyrðasmiðum fjölmiðla sem rasisti eða hægri öfgamaður eða hvorutveggja.  Athyglisvert þegar það er skoðað að flokkar sem byggja á sósíalískri ríkishyggju eru nefndir hægri öfgaflokkar í íslenskum fjölmiðlum.

Samfélag þeirra ríkja sem geta aðstoðað er forustulaust m.a. vegna þess að forusta Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa að því er virðist takmarkaða framtíðarsýn.  Orðaglamur og merkimiðar skipta ekki máli.  Vandamál flóttamanna undan óstjórn og hungri er það alvarlegt vandamál og þær mannlegu hörmungar sem því fylgja eru svo skelfilegar að það ber brýna nauðsyn til að taka á þeim málum með myndarlegum, mannúðlegum og raunsæjum hætti. Hvernig væri að íslenska ríkisstjórnin legði til að vandamál þessa fólks og lausn þess hefði forgang og fylgdi því máli eftir með sannfærandi hætti.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Jón ertu hérna ekki svolítið tvísaga?

Ef að þú værir einvaldur á ÍSLANDI; hver væri þín stefna?

"Lausnin felst ekki í að þróuð lönd taki við fleirum og fleirum meðan ekki er tekið á undirliggjandi vandamálum á svæðunum þaðan sem fólkið flýr".

"Hvernig væri að íslenska ríkisstjórnin legði til að vandamál þessa fólks og lausn þess hefði forgang og fylgdi því máli eftir með sannfærandi hætti".

Jón Þórhallsson, 5.11.2013 kl. 09:01

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég hef alltaf talað um að það eigi að hjálpa fólki til sjáflshjálpar heima hjá sér hvort sem það er innan- eða utanlands Jón Þórhallsson. Þess vegna talaði ég um að veita frekar fjármunum til flóttamannabúða í Írak á sínum tíma í stað þess að flytja hingað þá einstaklinga sem voru best á sig komnir úr þeim búðum svo dæmi sé nefnt.

Jón Magnússon, 6.11.2013 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 2239
  • Frá upphafi: 2296176

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2071
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband