Leita í fréttum mbl.is

Góð tillaga Björns Bjarnasonar.

Margir reyna eins og þér geta að gera lítið úr hugmyndum Björns Bjarnasonar um að koma á fót svokölluðu varaliði. Sú umfjöllun er að mestu leyti ómálefnaleg þar sem reynt er að gera lítið úr hugmynd dómsmálaráðherra og sumir reyna að vera fyndnir til að komast hjá því að ræða málefnalega um málið.

Hugmynd Björns um varalið er raunhæf leið til að bæta öryggisgæslu og landvarnir. Hvaða betri hugmyndir hafa þeir sem leggjast gegn tillögum Björns. Ég hef ekki heyrt neinar.  Dæmi um bull málflutning um málið má lesa í frétt Fréttablaðsins 30 mars þar sem Stefán Pálsson sagnfræðingur tjáir sig um málið. Það er hins vegar hulin ráðgáta af hverju þessi Stefán er kallaður til að fjalla um málið. Ekki er vitað til þess að hann hafi neina þá þekkingu á öryggismálum þjóðarinnar sem geri það eðlilegt að fá skoðun hans á málinu.

Í víðfeðmu fámennu landi er mikilvægt að til staðar sé viðbúnaður og  vel þjálfaður mannafli sem getur tekist á við ógn sem upp kann að koma og gætt öryggis borgaranna. Það á ekki að gera lítið úr þeim hugmyndum heldur ræða þær af fullri alvöru. Í stað þess að reyna að vera með aulabrandara í garð Björns Bjarnasonar þá ættu menn að þakka honum fyrir góðar tillögur og ræða þær málefnalega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Flott aprílgabbið á Stöð2.

Kjartan Eggertsson, 1.4.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála um þessa tillögu Björns.Hvenær ætlum við Íslendingar að skilja að við erum að tengast Veröldinni.Bankagjalkeri hefði hlegið fyrir 30 árum ef einhver hefði beint að honum byssu.En hlær hann í dag?Hvað ef þessum af þessum Vefgeymslum eða hvað það nú heitir verður.Hvað með Teroristana þá?Skyldi litla Ísland verða jafn óintressant og það er kannske fyrir þá í dag.Hvað ef dópsalarnir sem eru farnir að hóta lögreglunni í dag færa sig upp á skaftið.Ég held að vinur vor Össur myndi hætta að tala um Tindáta

Ólafur Ragnarsson, 1.4.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Jón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2007 kl. 01:47

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Jón og co, ég legg til að þið lesið færsluna mína sem heitir Hræddur Björn

Þóra Guðmundsdóttir, 2.4.2007 kl. 02:08

5 identicon

Það er tæpast ómálefnalegt að benda á að mun árangursríkara væri að nota féð - 500 milljónir fyrsta árið - til að styrkja almennu lögregluna, sérsveitina ef rök standa til þess, og Landhelgisgæsluna til að treysta eftirlit á hafinu og björgunargetu Gæslunnar. Það gerði ég - fyrir utan þá synd að henda gaman að Birni og grínast með herinn hans. Varalið? - Gorgur Gæsluforstjóri segir að það eigi að veita borgurum vernd gegn hernaðaraðgerðum, og hryðjuverkaógn. Varla geta menn, óvopnaðir og óþjálfaðir í meðferð vopna, veitt slíka vernd andspænis liði, sem fer gegn Íslendingum með hryðjuverkum eða hernaði? Ég spyr því hinn glöggskyggna hernaðarsérfræðing Frjálslyndra vina minna, hvort ég sé þá fjarri lagi að draga þá ályktun að skilgreina verði varaliðið sem vísi að her? Guð blessi friðinn. Össur laxadoktor.

Ossur Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 02:32

6 identicon

Margt gott í tillögum Björns en ég verð þó að vera sammála Össuri með það að réttara væri að styrkja, stækka og efla það sem þegar er til í landinu - til þess Í ALVÖRU að auka öryggiskennd fólks í landinu - í stað þess að búa til eitthvað nýtt apparat, sem kallar á nýjar yfirstjórnir, sem vanmáttugar mega sín lítils með óánægða starfsmenn, með alltof lág laun.

Snorri Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:22

7 identicon

Má ég mynna á að eina yfirlýsta herlausa þjóðin í SUÐUR AMERÍKU ef mig man rétt sem er  porto rika er það land í suður ameríku sem státar af mesta hagvextinum og risi á öllum sviðum samfélagsinns.

Ekki láta mig þurfa að skammast mín meira en ég hef orðið að gera fyrir að vera íslendingur með því að koma af stað brölti í átt að hervæðingu.

 ps. mér er mjög illa við að láta misgáfaða menn með of mikil völd segja mér hvað ég á að gera.

 Bíddu við  kannski að það sé einmitt málið ....það er náttúrulega óþolandi hvað borgarar þessa lands bera litla virðingu fyrir valdhöfum

Er það einhver furða?  Ég spyr?

V.Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 43
  • Sl. sólarhring: 1126
  • Sl. viku: 7615
  • Frá upphafi: 2310703

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 7023
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband