Leita í fréttum mbl.is

Yfirráðasvæðið

Í frétt RÚV í morgun var sagt frá því að ísraelskar þotur hefðu gert loftárásir á Gasaborg o.fl staði m.a. þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtaka. Fram kom að loftárásirnar hefðu verið gerðar vegna þess að eldflaugum hefði verið skotið frá Gasa á yfirráðasvæði Ísraela. Í síðari útgáfu var það nefnt innan landamæra Ísrael.

Yfirráðasvæði er eitt, en land er annað. Innan landamæra hefur líka sérstaka skírskotun. Eldflaugunum var skotið á Ísrael. Frjálst og fullvalda ríki. Ekki yfirráðasvæði eða innan landamæra heldur á Ísrael. Miðað við orðalag fréttar RÚV virðist fréttastofan ekki viðurkenna landamæri Ísrael eins og þau voru þó ákveðin fyrir tæpum 70 árum af Sameinuðu þjóðunum.

Hefði fréttinni ekki verið ætlað að vekja ákveðin neikvæð hughrif gagnvart Ísrael hefði hún verið svona:

"Í morgun svöruðu Ísraelar síendurteknum flugskeytaárásum með því að gera loftárásir á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtaka á Gasasvæðinu, en flugskeytunum er skotið á Ísrael frá Gasasvæðinu."

Fréttin er eingöngu sú að Ísraelsmenn svöruðu endurteknum árásum með gagnárás.  

Af hverju fjallar RÚV aldrei um stöðugar eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael en segir eingöngu frá því þegar Ísraelar bregðast við árásunum og þá með þessum endemum. Hvað skyldi valda þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er málið RUV og fleiri snúa  dæminu alltaf við. Verja terrorista, verja glæpafólk og stjórnarandstöðuna.

RÚV er nánast lokuð stofnun og leikur lausum hala með andáróður og speglar ekki vilja fólksins nema þá 101 elítuna.

Valdimar Samúelsson, 4.6.2015 kl. 10:43

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Athugaðu það Jón að ísrealsher hefur tekið 44% af Gaza og lýst það sem öryggissvæði og þar eru allir Palestínumenn réttdræpir. Flugskeytið sem um ræðir gæti hafa lent á þessu svæði. Þannig gæti orðalag RÚV verið rétt. En ég veit það auðvitað ekki fyrir víst.Sjá: http://www.globalresearch.ca/israel-takes-away-44-of-gaza-land-herds-gazans-into-remaining-area/5393825

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.6.2015 kl. 14:53

3 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega þá eru fréttir RÚV oft pólitískt gildishlaðnar Valdimar.

Jón Magnússon, 4.6.2015 kl. 18:11

4 Smámynd: Jón Magnússon

Flugskeytunum er ekki skotið á Gasasvæðið Hjálmtýr heldur frá Gasasvæðinu á Ísrael. Ísraelsmenn eru ekki að vandræðast með drápsvopn Gasamanna gegn sjálfum sér. Þetta er bara til að rugla umræðuna Hjálmtýr minn. Ég er að skrifa um pólitískt gildishlaðna frétt en ekki ástandið á þessu svæði. Það er fjarri því að ég styðji framkomu Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum og virði ekki sjálfsákvörðunarrétt þeirra.

En ég er að skrifa um pólitískt gildishlaðnar fréttir en ekki málefnuið.

Jón Magnússon, 4.6.2015 kl. 18:16

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

RÚV er ekki gjaldgengur fjölmiðill. RÚV er eftirapafífl! Hvernig í ósköpunum getur verið réttlætanlegt að allir skuli greiða árlegt gjald í þennan viðbjóð?

Halldór Egill Guðnason, 5.6.2015 kl. 01:19

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki einleikið hvað þú leggur Steingrím í mikið einelti með fáránlegum ásökunum í hans garð. Það er með þetta rétt eins og ásakanir þínar um að Steigrímur hafi valdið skattgreiðendum skaða með aðkonuna að Sparisjóði Keflavíkur og báðar ásakanirnar eru fjarri lagi. Sökina á tapinu vegna Sparisjóðs Keflavíkur eru alfarið þeirra sem stjórnuðu honum og allt tapið þeirra sök.

 

Hvað sölu bankanna varðar þá voru fluttar eignir úr þrotabúum gömlu bankanna og jafn miklar skuldir á móti. Þeir voru því án eigin fjár en til að fullnægja lögum um eiginfjárstöðu þeirra og bara til að þeir væru trúverðugir þurfti að setja í þá 450 til 550 milljarða. Ríkissjóður setti hins vegar í upphafi 750 milljónir en bar ábyrgð á þeim til að koma til móts við það að það vantaði allt eigin fé þeirra. 

 

Þegar síðan var farið út í það að endurreisa bankana formlega þá var ljóst að það fælist eingfallega of mikil áhætta í því fyrir ríkissjóð að leggja allt þetta eigin fé til. Bæði var ríkissjóður orðin allt of skuldsettur fyrir vegna hrunsins sem við urðum fyrir vegna stjórnarstefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 1995 til 2007 og einnig vegna þess að ef illa færi í rekstri bankanna þá gæti allt þetta eigin fé tapast eða stór hluti af því. Það var einfaldlega of stór biti fyrir þegar yfirskuldsettan ríkissjóð. Einnig þarf að hafa í huga að eina leiðin fyrir ríkissjóð til að leggja fram eiginfjárframlag í bankana var að leggja inn í þá ríkisskuldabréf. Þau ríkisskulabréf þurftu hins vegar að vera söluvara á nefnverði því annars gætu þau ekki myndað trúverðugt eiginfjárframlag og ef ríkissjóður skuldsetti sig of mikið þá minnkaði það verðmæti bréfanna því slíkt yki hættuna á greiðslufalli ríkissjóðs.

 

Það voru engir aðrir sem höfðu áhuga á að leggja bönkunum til eigin fé enda áhættan mikil í rekstri þeirra við þær aðstæður sem voru á þessum tíma og því far farin sú leið að þvinga kröfuhafana í þrotabú gömlu bankanna til að breyta kröfum sínum að hluta til í eigin fé. Það var gert samkvæmt verðmati sérfræðinga sem tók bæði til verðmats á eignum þeirra og áhættu í rekstri þeirra. Það er því rakið kjaftæði að bankarnir hafi verið seldir á einhverju undirverði.

 

En vissulega er það svo að sá sem tekur áhættuna á tapi ef illa fer í rekstri fyritækis fær gróðan ef vel gengur. Það er því auðvelt að horfa á stöðuna eftirá og segja að það hefð munað ríkissjóði eihhverjum upphæum ef hann hefði tekið áhættuna. En það er alltaf auðvelt að vera vitur eftrá.

 

En staðreyndin er sú að ástæða þess að vel tókst til í rekstri bankanna og því hafi myndast hagnaður fyrir eigendur þeirra er ekki hvað síst að þakka því kraftaverki sem ríkisstjórn SF og VG náði fram í að reysa íslenskan efnahag úr rústum stórnarstefnu Sjálstæðisflfokks og Framsóknarflokks. Þjóðin stendur því í mikilli þakkaskuld við þá sem leiddu þá ríkisstjórnf og því er það aumt þegar verið er að ráðast gegn þeim með tilhæfulausum ásökunum eins og hér er gert.

Sigurður M Grétarsson, 7.6.2015 kl. 20:00

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvert var þessum flugskeytum skotið? Var það inn á það svæði sem Ísraelum var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 sem er einæa svæðið sem er lögmætt sem Ísrael? Eða var þessum flugskeytum skorið á það svæði sem Ísraelar hernámu á stríðinyu 1948 til 1949 og er jafn ólöglegt hernámssvæði þeirra eins og hernássvæðið frá 1967. Ef svo er þá er það eðlilegt að tala um að þeim hafi verið skotið inn á yfirráðasvæði Ísraela en ekki inn í Ísrael. Og enn frekar ef skotið var á einhverjar af ólöglgum landránsbyggðum Ísraela. 

Höfum í huga að Jerúsalem var ekki meðal þeirra svæða sem Ísraelum var úthlutað og því er Jerúsalem ekki lögmætur hluti Ísraels heldur aðeins hluta af yfiráðasvæði þeirra. Það á bæði við um austur og vesturhluta borgarinnar. Það mun engin hluti Jerúsalem verða lögmætur hluti Ísraels fyrr en búið er að semja um landamæri milli Ísraels og Pelstínu.

Það þarf því að koma fram hvert nákvæmlega eldflaugunum var skotið til að geta lagt mat á það hvort orðalag fréttarinnar hjá RÚV er eðlilga orðað eða ekki.

Sigurður M Grétarsson, 7.6.2015 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1252
  • Sl. sólarhring: 1259
  • Sl. viku: 3662
  • Frá upphafi: 2299635

Annað

  • Innlit í dag: 1182
  • Innlit sl. viku: 3426
  • Gestir í dag: 1134
  • IP-tölur í dag: 1106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband