Leita í fréttum mbl.is

Takk fyrir stuðninginn.

Ég þakka fyrir stuðninginn.  Satt best að segja þá átti ég ekki von á því að vakna upp að morgni 13 maí 2007 sem nýkjörinn þingmaður.  Kosningabaráttan er að baki og við tekur að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Það er ljóst að staðan eftir kosningar er sú að Kaffibandalagið svonefnda getur ekki myndað stjórn. Þá verður að telja ólíklegt að núverandi stjórnarflokkar reyni að halda áfram stjórnarsamstarfi þingmeirihlutinn er það naumur. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eiga þess kost að mynda meirihlutastjórn og sömuleiðis Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn.  R lista ríkisstjórn væri líka hægt að mynda miðað við þingmannafjölda.

Ljóst er að Framsóknarflokkurinn kemur verulega laskaður út úr þessum kosningum og vafalaust finnst mörgum Framsóknarmanninum óráðlegt að æða í R lista stjórn.  Það verður hins vegar að koma í ljós.

Við Frjáslynd getum verið ánægð með að hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir þær hræringar sem urðu í flokknum við brotthlaup Margrétar Sverrisdóttur og nokkurra fylgifiska hennar, hamaðist íhaldspressan á flokknum og einstökum flokksmönnum. Þrátt fyrir það vinnur Frjáslyndi flokkurinn góðan varnarsigur. Persónulega finnst mér slæmt að ötulir baráttumenn eins og Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson skuli ekki hafa náð kjöri. En við gerum bara betur næst.

Við Magnús Þór og Sigurjón sóttum í kjördæmum sem flokkurinn átti ekki þingmenn og útkoman er ásættanleg og litlu munaði að við Magnús Þór næðum kjöri sem kjördæmakjörnir.  Sigurjón stóð sig frábærlega í kosningabaráttunni og sýndi að hann er framtíðarmaður í pólitík. Nú er verkefnið okkar að byggja flokkinn upp og sýna hvað í okkur býr og koma margefldir í næstu kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Til hamingju Jón,

Ég er viss um að af þér muni margt gott stafa í þágu þings og þjóðar eins og þegar þú komst með bjórinn á fyrra þingskeiði..Ég tel nú einsýnt að Framsókn vilji nú heldur vera innan stjórnar en utan ef slíkt er í boði og það er mín skoðun að þessi stjórn eigi að halda áfram góðum verkum. Það verður enn meiri eindrægni í henni en síðast.

Vandi Framsóknar finnst mér  svipaður ímyndarvandi og kom í ljós þegar Davíð Oddsson kom leiðandi Markús Örn við hönd sér og sagði við Borgarstjórnarflokkinn,  sem þá hafði brugðist skyldu sinni að leysa sína mál; Þetta er leiðtogi ykkar, takið við honum og elskið hann uppfrá þessu. Þetta gerir maður ekki við kjósendur og þeir  refsuðu flokknum svo að hann hefur í raun ekki borið sitt barr síðan í borginni.

Halldór Ásgrímsson gerir sama leikinn og leiðir fram handval sitt Jón Sigurðsson. Þó að mér hafi fundist að Jón Sigurðsson hafi staðið sig allvel í hlutverkinu,  þá gerir maður ekki svona og kemst upp með það. Og svo fór aumingjans Jónína þá leið sem hún fór, maður ullar ekki á kjósandann fyrir kosningar.

 Ég held að Jón Sigurðsson muni geta unnið sér sess sem sá  leiðtogi Framsóknarmanna sem fólkið sættir sig við. Sérstaklega þar sem hann er utan þings eins og hann hefur verið.Nái þeir Geir að halda áfram samstarfinu og ytri aðstæður verða góðar, þá held ég að hvorki hann né flokkurinn þurfi að kvíða framtíðinni. Og hver er áhættan fyrir Framsókn ? Ég kem ekki auga á það. Ekki heldur fyrir Geir. 

Bestu kveðjur og til hamingju með þinn árangur Jón. Ég hef trú á því að þér  muni með þinni lagni og þínum  góðu eigindum auðnast að hafa áhrif útfyrir stærð flokksins þíns.

Ég vona að þú vekir athygli á misvægi atkvæðanna sem orðið er milli kjördæmanna, það dylst varla nokkrum að það er orðið alltof mikið. Ég treysti því líka að þú haldir uppi merkinu að verja Reykjavíkurflugvöll eins og Magnús Þór hefði gert, blessuð sé minning þess 

Halldór Jónsson, 13.5.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

´.... það datt niður síðasta orðið: ...þess góða þingmanns og baráttumanns.

Halldór Jónsson, 13.5.2007 kl. 11:29

3 identicon

Ánægður að sjá þig inni Jón og til hamingju með það. Virkilega sorglegt að ná ekki Magnúsi inn.

<> Nú vonast maður eftir stjórn B, D og F!

Kjósandi F (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Til hamingju með góðan dag.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartanlega til hamingju, Jón, þú ert vel að þessu kominn.

Vegni þér vel í starfi sem þingmaður.

Jón Valur Jensson, 13.5.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 269
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 7222
  • Frá upphafi: 2313951

Annað

  • Innlit í dag: 232
  • Innlit sl. viku: 6662
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband