Leita í fréttum mbl.is

Nú þarf að koma sér í kraftgöngu.

Sjálfsagt venjast menn á að vera í kosningabaráttu. Ég efa að ég fari í það margar að mér takist að ná þeirri færni sem Dr. Gunnar Thoroddsen náði en ég fór með honum á nokkra kosningafundi vítt og breytt um landið fyrir tæpum 40 árum. Ég var ungur maður og fannst það fyrirkvíðanlegt verkefni að fara með Dr. Gunnari en það var bæði skemmtilegt og lærdómsríkst. Dr. Gunnar kunni að hvíla sig þegar þess gafst kostur. Undirbúa sig þegar þess gafst kostur og umgangast fólk með þeim hætti sem fáum er gefið. Fyrirfram hafði ég talið að Dr. Gunnar væri frekar húmorslaus maður en þar hafði ég heldur betur rangt fyrir mér. 

Sjálfur hef ég ekki náð þeirri andlegu ró sem dr. Gunnar hafði öðlast og þarf að taka út þá líkamlegu timburmenn sem því fylgir að borða óreglulega og sofa óreglulega og missa úr hreyfingu og líkamsrækt. En það skal vera komið í lag fyrir þingsetningu í haust.  Það kosningaloforð gaf ég sjálfum mér og ætla ekki að svíkja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón ég sé eftir frábærum félögum mínum þeim Sigurjóni Þórðarsyni og Magnúsi Þór Hafsteinssyni, ég hefíð líkað vilja sjá Kolbrúnu Stefáns þarna innanborðs.  En ég óska þér alls góðs og ég treysti ykkur fjórum til að standa vaktina fyrir okkur hin, svo okkar fólk eigi greiðari leið inn í næstu kosningum.  Því ég er sannfærð um að það verða nýjar kosningar innan tveggja ára.  Þessi úrslit eru fíasko.  Og standast bara ekki.  En þetta kemur vitanlega í ljós fyrr en seinna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ásthildur.  Mér finnst slæmt að þeir Magnús og Sigurjón skuli ekki vera í þingflokknum. Það er nauðsynlegt að nýta þeirra krafta með einhverjum hætti fyrir flokkinn. Ég var að vona að við fengjum 7 þingmenn en vorum næstum búin að ná 5. Maður veit aldrei hvenær kosningar verða næst. Límið í ráðherrastólum er sterkt. En hins vegar þurfum við að vera við kosningum búin og undirbúa okkur.

Jón Magnússon, 15.5.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek heilshugar undir með Ásthildi.

Ólafur Ragnarsson, 16.5.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Flott Jón það er fátt sem gengur eins vel og þegar líkaminn er í lagi, gott að hreyfa sig vel og borða hollan mat þú hefur kosningaloforð, ég á mér áramótaheit ....nokkurnveginn það sama.

Kær kveðja Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 16.5.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 255
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 7208
  • Frá upphafi: 2313937

Annað

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 6649
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband