Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg vill ekki hreina vinstri stjórn.

Yfirlýsing Geirs og Ingibjargar um stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fela í sér að Ingibjörg vill frekar reyna stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum en Vinstri grænum og þess vegna Framsóknarflokknum.  Sjálfsagt er það vegna þess að Ingibjörg metur það svo að Vinstri grænir séu ekki samstarfshæfir og þykir því vænlegra að sitja í skjóli Geirs. Fróðlegt verður að sjá hvort flokkarnir ná saman um myndun ríkisstjórnar og um hvernig málefnasamningurinn verður:

Skyldi Samfylkingin krefjast breytinga á kvótakerfinu?

Skyldi Samfylkingin gera kröfu um aðildaviðræður við Evrópusambandið?

Skyldi Samfylkingin standa á kosningaloforðinu um að eyða biðlistum og byggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða.

Skyldi Samfylkingin standa föst á því að skattkerfið verði leiðrétt þeim tekjulágu til hagsbóta.

Svör við þessu og mörgu fleiru verða fróðleg. Nái flokkarnir saman þá kemur í ljós hverskonar hryggjarstykki er í Samfylkingunni og formanni hennar.


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég kann ekki að reikna það í fémunum sem íslenska samfélagið er látið reiða af höndum til kosningabaráttu þeirra flokka sem nú mæna á veisluna stóru við kjötkatlana. En ég bið einhvern glöggan mann að benda mér á ef mér hefur yfirsést eitthvað sem þeir sögðu um pólitísk ágreiningsefni og líkindi eru til að hafi átt upptök í líffærinu sem liggur vinstra megin í brjóstholinu.  

Árni Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég vona að samstarf þeirra muni ganga vel, það er okkur öllum í hag.... en auðvitað er marga góða menn að finna í öðrum flokkum  

Inga Lára Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það mun nú aldeilis koma í ljós hvort verður hægt að festa hönd á einhverju  afgerandi til umbóta í íslensku samfélagi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.5.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 81
  • Sl. sólarhring: 490
  • Sl. viku: 2747
  • Frá upphafi: 2298272

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 2567
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband