Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð sósíalismans

Valdatími sósíalista í Venesúela sem staðið hefur í 17 ár er lokið. Mið- og hægri flokkar unnu stórsigur í kosningum þar í gær.

Venesúela ætti að vera ríkasta land í Suður-Ameríku af því að landið flýtur á olíu sem er drjúg tekjulind sem önnur ríki í álfunni hafa almennt ekki og ekkert í sama mæli og Venesúela.

Þrátt fyrir að Venesúela fljóti á svarta gullinu þá skilja sósíalistar þannig við þjóðfélagið eftir 17 ára stjórn,að það er stöðugur skortur á nauðsynja- og lækningavörum. Hvergi mælist verðbólga meiri en einmitt í Venesúela. Harðstjórn hefur aukist í tíð sósíalistanna með tilheyrandi skerðingu á tjáningarfrelsi og handtökum pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar.

Árið 1999 tók Hugo Chavez við völdum í Venesúela og þá var til gnógt fjármuna til að styðja erlend sósíalistaríki. Spilling og hin dauða hönd sósíalismans hefur á þeim 17 árum sem síðan eru liðin dregið mátt úr þjóðfélaginu og leitt til vöruskorts, óðaverðbólgu og versnandi lífskjara.

Fólki lærist seint að það er ekki hægt að gera allt fyrir alla á annarra kostnað og stjórna hagkerfinu á forsendum alræðisvilja meintra öreiga. Það hefur allsstaðar endað illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 838
  • Sl. sólarhring: 860
  • Sl. viku: 2525
  • Frá upphafi: 2297085

Annað

  • Innlit í dag: 798
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 779
  • IP-tölur í dag: 749

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband