Leita í fréttum mbl.is

Óður til verðbólgunnar

Fyrir tilstilli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur kolefnagjald verið hækkað. Neytendur þurfa  því að borga hærra verð fyrir bensínlítrann. 

Þessar auknu álögur á neytendur færir fjármagnseigendum um 600 milljónir vegna hækkunar verðtryggðra lána. Skattahækkunin er því tvöfalt högg á neytendur. Í fyrsta lagi hækkar bensín og í öðru lagi húsnæðislán. 

Af þessum aukna gróða fjármagnseigenda 600 milljónir tekur ríkið 120 milljónir til sín í fjármagnstekjuskatt. Þokkaleg búbót það fyrir ríki og fjármagnseigendur.  

Með þessu er líka hlaðið í veðbólgubálköstin sem mun loga betur á þessu ári en síðustu ár vegna skatta- og eyðslustefnu ríkisstjórnarinnar. 

Við afgreiðslu eyðslufjárlaganna vildi stjórnarandstaðan hækka útgjöld og álögur en þá meir.  Hugtök eins og ráðdeild og sparnaður eiga ekki við í stjórnmálaheiminum og virðing fyrir skattgreiðendum og neytendum  er takmörkuð eða engin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sósíalistar skilja ekki hagfræði 101. Þess vegna eru þeir sósíalistar. Skilja hvorki debet né kredit og halda sennilega sjúklegasta heimilisbókhald sem fyrirfinnst.: Látum aðra borga.

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.1.2018 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 1394
  • Sl. viku: 5836
  • Frá upphafi: 2303151

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 5386
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband