Leita í fréttum mbl.is

Okurlandið Ísland, orsök og afleiðing.

Fyrrverandi viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon sagði í gær á málþingi Neytendasamtakanna o.fl. um hátt verðlag á nauðsynjavörum,skv. fréttum að dæma, að orsök allt að 60% hærra verðs á nauðsynjavörum en í viðmiðunarlöndunum væri góð launakjör í landinu. 

Mikilvægt er að gera sér jafnan grein fyrir orsökum og afleiðingum. En það getur tæpast skýrt mun hærra verð á Kornflexi eða annarri innfluttri pakkavöru að kaupgjald hér á landi sé hærra en einhvers staðar annarsstaðar. 

Niðurstaða málþingsins var, að verðlag væri mun hærra en í viðmiðunarlöndunum. Brýnt er því að gera ráðstafanir til að íslendingar búi við svipuð kjör og eru í nágrannalöndunum. Þar er kaupgjald ekki síður hátt eins og hér á landi. 

Miklu skiptir, að neytandinn fái sem mest fyrir peningana sína það er augljós kjarabót ekki síst í háskattalandi eins og Íslandi.  

Ekki er ágreiningur,að verðlag á nauðsynjavörum er mun hærra en í viðmiðunarlöndunum þá ber brýna nauðsyn til að gera eitthvað annað í málinu en tala bara um það. Nú þegar ætti ríkisstjórnin að einhenda sér í það að skipa nefnd til að kanna hvað veldur háu verðlagi í landinu og koma með tillögur til úrbóta. Þar verða allir sem vilja eðlilega viðskiptahætti í landinu að leggjast á eitt. Miðað væri við að nefndin skilaði af sér svo fljótt sem verða má. 

Ég skora á ríkisstjórnina á alþjóðadegi neytenda, að einhenda sér í það verkefni að koma landinu úr því að vera okurland í það að búa við sambærirlegt verðlag og nágrannaþjóðir okkar búa við. Það gildir ekki bara fyrir nauðsynjavörur. Það gildir líka hvað varðar lána og vaxtakjör. Þar á meðal að afnema verðtryggingu á neytendalánum þ.m.t. húsnæðislánum  til neytenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrir nokkrum árum kom í ljós að álagning verslunar hér á landi er frá 30% og þar yfir, meðan hún er undir 10% í viðmiðunarlöndum okkar.

Þetta hefur vissulega áhrif á verð vara hér á landi.

Gunnar Heiðarsson, 15.3.2019 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 1388
  • Sl. viku: 5810
  • Frá upphafi: 2303125

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 5363
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband