Leita í fréttum mbl.is

Vorboðinn ljúfi

Menn hafa misjafna hluti til marks um það að vorið eða sumarið sé í nánd. Í Bandaríkjunum treysta menn á viðbrögð snjáldurdýrs. Listaskáldið góða orti um vorboðann ljúfa, farfuglinn sem fór til Ísalands til að kveða kvæðin sín. 

Lóan hefur verið sá vorboði sem flestir Íslendingar hugsa til þegar talað er um vor og komandi sumar. Þó lóan komi þá hefur það sýnt sig að við þurfum samt að sitja undir hríðarbyljum og harðindum eftir komu hennar.. Lóan er því ekki óbrigðul í langtímaspánum frekar en Veðurstofan síðustu 100 ár. 

Sumir horfa til hrafnana og hvernig þeir haga sér. Mér hefur sýnst, að þegar hrafnar hópast til byggða, þá er það ávísun á harðindi og vont veður. Þegar þeir fara úr nánu sambandi við mannheima þá er það vísbending um batnandi tíð og blóm í haga.

Skv. því er hrafninn þá vorboðinn ljúfi fuglinn trúr sem fer. Þegar hrafninn fer má búast við að aftur komi vor í dal.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, hefur þú skoðað Hrafninn nýlega, er vorið að koma?

Góðar stundir.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.4.2020 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 945
  • Sl. sólarhring: 1250
  • Sl. viku: 6718
  • Frá upphafi: 2304033

Annað

  • Innlit í dag: 881
  • Innlit sl. viku: 6212
  • Gestir í dag: 841
  • IP-tölur í dag: 813

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband