Leita í fréttum mbl.is

Loksins stjórnmálaleiðtogi sem þorir að andæfa.

Mörg grundvallaratriði vestrænna samfélaga hafa átt undir högg að sækja sem og hlutir á borð við samkennd, jafnræði, verðmætasköpun atvinnulífsins og öryggi. Þannig kemst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins að orði í frábærri heilsíðugrein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. 

Sigmundur Davíð brýtur að mörgu leyti blað með grein sinni, þar sem hann er fyrsti stjórnmálaleiðtoginn á Vesturlöndum sem tekur heilstætt á þeirri atlögu sem nú er gerð að vestrænni sögu, menningu og arfleifð og andæfir gegn öfgunum sem ráðast gegn grunngildum lýðræðisþjóðfélaga. 

Sigmundur vekur athygli á því að allir hafi verið sammála um að mótmæla hrottafengnum aðgerðum lögreglu í Bandaríkjunum gegn fólki ekki síst hörundsdökku fólki. Slík mótmæli eiga að vera lausnarmiðuð og snúa að því hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Þar eiga allir kynþættir að njóta jafnstöðu enn ekki einn húðlitur umfram annan.

Þegar ég sá forustufólk Demókrata í Bandaríkjunum, ýmsa viðskiptajöfra ásamt fleirum falla á kné og lýsa yfir stuðningi við samtökin "Black Lives Matter" (BLM) velti ég því fyrir mér hvort þetta fólk væri svona illa upplýst eða svona ofurpópúlískt, að það skyldi lýsa yfir stuðningi og veita fé til samtaka sem berjast gegn markaðsþjóðfélaginu, vestrænni menningu, fjölskyldunni og vilja leggja niður lögreglu og dómstóla. 

Vestrænir fjölmiðlar sungu kórsönginn með BLM og það gerðu einnig fjölmargir stjórnmálamenn úr öllu hinu hefðbundan litrófi stjórnmálanna. Vissu þeir ekki hverju þeir voru að samsinna? Hafði þetta fólk ekki fyrir því að kynna sér málið? Var því alveg sama og tilbúið að hlaupa á þann vagn pópúlismans? 

Horft er framhjá kynþáttahyggju eða rasisma BLM, þar sem fólk er flokkað eftir húðlit og þjóðerni og öll ummæli jafnvel jákvæð ummæli um þjóðir og kynþætti eru flokkuð sem rasismi. Þau viðhorf eru afturhvarf til ákveðinnar kynþáttahyggju. Það er dapurlegt þegar íslenskir stjórnmálamenn ánetjast þessu rugli eins og  mátti sjá í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar og annars þingmanns flokksins í vikunni. 

Nú má ekki segja "All lives matter" hvað þá "White lives matter". Kynþáttahyggjan skal höfði í fyrirrúmi og BLM slagorðið er ekki langt frá "Black only" sjónarmiðum sem koma þá í stað "Whites only", sem barist var gegn á 7 áratug síðustu aldar og tókst að sigra á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum. 

Undanfarna daga hefur það komið mörgum á óvart, að vestrænir stjórnmálamenn hvort heldur þeir eru borgaralega sinnaðir eða sósíaldemókratar skuli ekki hafa lýst megnustu skömm á andfélagslegum markmiðum og baráttuaðferðum BLM.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er fyrstur til að tala rödd skynseminnar og bjóða ofbeldis- og öfgaöflunum byrginn. 

Til hamingju með frábæra grein Sigmundur Davíð, þar sem þú gengur í lið með heilbrigðri skynsemi gegn heimskunni og öfgunum. Vonandi verða fleiri stjórnmálamenn sem þora að taka undir með þér, það verður eftir því tekið hverjir verða til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála þér Jón.

Frábær pistill hjá honum Sigmundi.

En því miður er það svo, að sannleikann má

ekki segja í dag útaf rétttrúnaðarhyggjunni.

Meðan svo er, mun ástandið bara versna.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.7.2020 kl. 17:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jón.

"Sigmundur Davíð brýtur að mörgu leyti blað með grein sinni, þar sem hann er fyrsti stjórnmálaleiðtoginn á Vesturlöndum sem tekur heilstætt á þeirri atlögu sem nú er gerð að vestrænni sögu, menningu og arfleifð og andæfir gegn öfgunum sem ráðast gegn grunngildum lýðræðisþjóðfélaga."

Tek heilshugar undir þetta með þér. Vel að orði komist.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.7.2020 kl. 18:25

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þeim mun fleiri sem koma fram og tala af heilbrigðri skynsemi um hlutina þeim mun fyrr verður þetta ruglaða réttrúnaðarlið kveðið í kútinn. Því miður hafa stjórnmálamenn hér á landi og víðast hvar í hinum vestræna heimi tekið sér frí frá því að standa við sannfæringu sína og vernda grunnstoðir lýðræðisins af ótta við að hávaðasamur minnihluti valdi þeim tjóni.

Jón Magnússon, 25.7.2020 kl. 21:41

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Gunnar, en mér fannst greinilega það sama og þér. 

Jón Magnússon, 25.7.2020 kl. 21:42

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Umfjöllun Sigmundar um þetta er ákaflega vönduð og vel rökstudd. Það er hárrétt hjá honum að við stöndum frammi fyrir uppgangi kynþáttahyggju og árás á grunngildi vestrænna samfélaga. Það var trúnaðurinn við þessi grunngildi sem var grunnurinn að afnámi þrælahalds á sínum tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.7.2020 kl. 12:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég tek undir með þér Jón vinur, þetta er þörf áminning fyrir þá sem vilja reyna að hugsa um stjórnmál. 

Mér fundust þeir góðir saman Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson. Ég vildi sjá þá saman aftur því þeir bæta hvorn  annan upp.

Halldór Jónsson, 26.7.2020 kl. 14:28

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Þorsteinn að grein Sigmundar sé vönduð og vel rökstudd. Þessvegna kom mér á óvart, að sjá kommentin við skítafærslu Egils Helgasonar um greina, þar sem þeir sem tjá sig á hans síðu sjá hlutina greinilega í allt öðru ljósi. En þar er raunar stórhluti ómálefnalegt skítkast út í Sigmund Davíð. 

Jón Magnússon, 26.7.2020 kl. 14:48

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Halldór. Það gæti vel komið til þess, að þeir sætu í næstu ríkisstjórn, en þá held ég að Miðflokkurinn verði hvort sem þeim líkar betur eða verr að losa sit við Klausturbarónana tvo. 

Jón Magnússon, 26.7.2020 kl. 14:49

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hef ekki séð færslu Egils Helgasonar og hef raunar takmarkaðan áhuga á því. Egill er ekki sérlega greindur maður.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.7.2020 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 54
  • Sl. sólarhring: 1392
  • Sl. viku: 5827
  • Frá upphafi: 2303142

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 5378
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband