Leita í fréttum mbl.is

Hinir ábyrgðarlausu

Hver vill bera ábyrgð á því, að sjúkraþyrla komist ekki til að ná í dauðveika sjúklinga til að bjarga lífi þeirra eða aðstoða sjómenn í sjávarháska?

Tveir stjórnmálaflokkar Samfylkingin og Píratar segja að það komi þeim ekki við. Aðrir stjórnmálaflokkar öxluðu þá ábyrgð sem fylgir því að vera í pólitík og greiddu atkvæði með því að mikilvæg björgunartæki séu til taks ef líf liggur við. 

Píratar hafa á líftíma sínum markað sér stöðu, sem ábyrgðarlaus á móti flokkur án takmarks eða skiljanlegs tilgangs. 

Öðru máli gegnir um Samfylkinguna, sem á sér nokkra sögu um að vera ábyrgur flokkur. En frá því að Logi Már Einarsson tók við formennsku, hefur Samfylkingin hoppað í takt með Pírötum og frumkvæðislaus, en gagnrýnt allar aðgerðir með óábyrgum yfirboðum. Logi skákaði Samfylkingunni síðan rækilega út í horn með því að útiloka samstarf við flokka sem njóta fylgis um 40% þjóðarinnar.

Það er slæmt fyrir íslensk stjórnmál, að jafnaðarmenn skuli ekki eiga flokk lengur, sem hefur hugmyndafræðilega kjölfestu eins og jafnaðarmannaflokkar á hinum Norðurlöndunum og þor til að takast á við vandamál sem koma upp í þjóðfélaginu, en skáka sér út í ábyrgðarleysishornið í hverju málinu á fætur öðru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar alltaf inn í umræðuna hvað flugvirkjarnir

eru með í laun í dag og síðan hverjar eru þeirra KRÖFUR?

=Hvað myndu útgjöld ríkisins aukast mikið á ársgrundvelli

ef að gengið væri að öllum kröfum flugvirkjana?

Jón Þórhallsson, 28.11.2020 kl. 11:22

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Ætti ekki að vera val að skila auðu. Annað hvort ertu með eða á móti. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.11.2020 kl. 12:04

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er fjarri því að vera láglaunastétt Jón Þórhallsson.

Jón Magnússon, 28.11.2020 kl. 13:48

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það getur verið afstaða að skila auðu Sigurður, en í þessu tilviki þegar um stjórnmálaflokk er að ræða, sem vill ekki taka ábyrga afstöðu með öryggi landsmanna, þá er það hallærislegt. 

Jón Magnússon, 28.11.2020 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 192
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 2858
  • Frá upphafi: 2298383

Annað

  • Innlit í dag: 168
  • Innlit sl. viku: 2664
  • Gestir í dag: 149
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband