Leita í fréttum mbl.is

Hinir landflótta

Í Eþíópíu hefur verið grimmileg styrjöld. Forseti landsins og friðarverðlaunahafi Nóbels ákvað að fara með hernaði á hendur Tigray þjóðarinnar í landinu. Her Eþíópíu og Erítreu réðust inn í hérað Tigray þjóðarinnar, frömdu þar mörg illvirki og hermdarverk og stökktu tugum þúsunda fólks á flótta. 

Aldrei sá nokkur hér á landi ástæðu til að mótmæla harðneskjulegum hernaðaraðgerðum og illvirkjum stjórnarhersins gagnvart Tigray þjóðinni. En svo kom að því að Tigray þjóðin snéri vörn í sókn og sækir nú að höfuðborg Eþíópíu, Addis Abeba.

Þá bregður svo við skv. frétt og forsíðumynd Fréttablaðsins í dag, að á þriðja tug Eþíópíubúa, sem margir hafa komið hingað til að fá alþjóðlega vernd frá vondum stjórnvöldum í Eþíópíu safnast saman á Skólavörðuholti í Reykjavík til að styðja stjórnina í Addis Abeba, sem þeir sögðust þurfa að flýja frá ættu þeir að halda lífi og limum þegar þeir sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi.

Svona er nú ruglið, en svo einsdæmi, að flóttamenn undan meintum ógnarstjórnum mótmæli ef að þeim er sótt. Hvað voru þeir þá að flýja?

Það er vafalaust margt skrýtið í kýrhausnum, en það er enþá  fleira skrýtið í höfðinu á hefðbundnum stjórnmálamönnum, sem hafa búið til glórulaust kerfi, fyrir flóttamannaiðnaðinn í veröldinni. Útlendingalögin íslensku bera þess glöggt vitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þú þarft að rannsaka þetta mun betur, kæri vin.

Guðjón E. Hreinberg, 4.12.2021 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 438
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3019
  • Frá upphafi: 2297753

Annað

  • Innlit í dag: 413
  • Innlit sl. viku: 2818
  • Gestir í dag: 410
  • IP-tölur í dag: 405

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband