Leita í fréttum mbl.is

Líkamsrækt og frelsi.

Rithöfundur sagði að líkamsrækt væri fyrir fólk, sem sé ekki nógu gáfað til að horfa á sjónvarp á morgnana. En þeir sem horfa á sjónvarpið í stað þess að rækta sjálfa sig eiga þegar aldurinn færist yfir við stöðugt meiri lífsstílsvandamál að stríða. Segir það eitthvað?

Það skiptir fólk máli að gæta sín og lifa heibrigðu lífi. Í Kóvíd baráttunni þá sakna ég þess, að veirutríóið, heilbrigðisyfirvöld og hamfarahópurinn, sem krefst stöðugt meiri takmarkana á borgaralegu frelsi, skuli ekki leggja áherslu á að fólk rækti sjálft sig og gæti sín og bendi á persónulega ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu.

Við sem einstaklingar berum ábyrgð. Við berum ábyrgð og það á ekki endalaust að draga úr persónulegri ábyrgð fólks á eigin lífi og heilsu. Við berum ábyrgð á því að haga okkur skynsamlega þegar farsóttir geisa og gæta að smitvörnum. Við berum ábyrgð og í lýðræðisþjóðfélagi verður að benda á að frelsi fylgir ábyrgð. Yfirvöld eiga líka að treysta borgurunum til að geta valið frelsið í stað þess, að gefa sér það stöðugt, að borgurunum sé ekki treystandi. 

Ef svo er að borgurunum er ekki treystandi er þá nokkur skynsemi í að hafa lýðræði og fela borgurum,sem ekki er treystandi til að kjósa? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hugmyndafaðir þríeykisins, Karl Marx, hafði sérstakt dálæti á hugtakinu firring (alienation). Fyrir tveim árum gufaði farsóttafræðin upp og sömuleiðis ábyrgar lyflækningar og ríkissmiðja.

Sjálfur nota ég oft hugtakið útdregið (Abstract), því efnishyggjuþrætarinn (sem er ekki kommúnisti heldur hugsar eftir brautum þráttunar-efnishyggju (Dialectical Materialism, fræðiheiti Marxismans)) dregur sig út úr veruleikanum og uppdiktar firrtar réttlætingar á rangsnúningi.

Fólk skilur þetta ekki, endar er ofmenntaður samtíminn, firrtur og útdreginn, og veldur ekki merkingarfræðinni sem bjó hann til.

Vestræn hugsun er í dag firrt. Ekki nóg með það, fjöldi ábyrgra fræðimanna og spekinga höfðu varað við því í mörgum vönduðum ritverkum og útskýrt hvernig og hvers vegna það myndi gerast.

Þetta fer vel að lokum, því við fáum aðra siðmenningu þegar akur þeirrar sem nú var að hrynja verður brenndur. Vandinn er að það lítur út fyrir að kosta mörg mannslíf. Sem er það sem spekingarnir vonuðu að mætti forðast.

Guðjón E. Hreinberg, 2.1.2022 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 755
  • Sl. sólarhring: 1193
  • Sl. viku: 6215
  • Frá upphafi: 2302462

Annað

  • Innlit í dag: 692
  • Innlit sl. viku: 5792
  • Gestir í dag: 674
  • IP-tölur í dag: 655

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband