Leita í fréttum mbl.is

Ofurlaunin

Í gćrkvöldi var frásögn af ofurlaunum nokkurra forstjóra ríkisfyrirtćkja, fyrirtćkja sem tengjast hinu opinbera međ einum og öđrum hćtti og örfárra annara. Ţađ er ljóst ađ ríkiđ leiđir ofurlaunaţróun í landinu. Svo hefur veriđ frá síđasta úrskurđi Kjararáđs, en ţar var ákveđiđ ađ embćttismannaađallinn skyldi fá ofurlaun miđađ viđ ađra landsmenn. 

Finnst einhverjum skrýtiđ ađ lćgra settir opinberir starfsmenn eđa almennir launţegar á hinum frjálsa markađi reki í rogastans ţegar ţeim er sagt ađ hćkki 700 ţúsund króna mánađarlaunin ţeirra, ţá setji ţađ hagkerfiđ á hliđina, en 6 milljón króna laun ríkisforstjórans og hćkkun ţeirra um eina milljón skipti engu máli. 

Á sama tíma segist fjármálaráđherra í viđtali viđ Viđskiptablađiđ ađ hann ţurfi ađ fá lán til ađ borga launin ţar sem ríkissjóđur hefur ekki veriđ sjálfbćr frá árinu 2018. 

Sérkennileg vegferđ í ţjóđfélagi.

Ţeim ţjóđfélögum vegnar best, ţar sem launamunur er lítill. Ţađ eru gömul sannindi og ný.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur Jón.

Ţađ vildi svo til ađ ég stakk uppí mig franskar frá ţví í hádeginu (útbúnar úr rammíslensku Gullauga og Helgu) og ţá las ég lokaorđ ţín.  Og ţá stóđ í mér, ég hummrćksti mig.

Ţađ er eins og ég hafi lćrt einhverja vitleysu um stjórnmálasögu Íslands, ađ kaflinn ţar sem ţú varst sagđur for-frjálshyggjumađur (međ Styrmi og fleirum góđum) á undan krökkunum sem kenndu sig viđ Eimreiđina.

Ađ mínum dómi viss einföldun, skrif ţín eru meir ađ ćtt klassískra íhaldsmennsku, og ţá gegn forrćđi og skrifrćđi ríkisvaldsins, án ţess ađ ég hafi merkt ađ ţú hafir viljađ brjóta ţađ niđur í ţágu ofurríka, til ađ gera ţá ríkari og valdameiri, á kostnađ samfélags og ţjóđar.

En Jón svo las ég ţessi orđ ţín, ţađ er ţau sem stóđu í mér, og ég hváđi, og ákvađ ađ vekja athygli á sannindum ţeirra.

"Ţeim ţjóđfélögum vegnar best, ţar sem launamunur er lítill. Ţađ eru gömul sannindi og ný.".

Eins og mćlt úr minni okkar Hriflunga, já ég held ađ  Ragnar Ögmundsson, reyndar annar klassískur íhaldsmađur, hefđi líka getađ orđađ ţessa hugsun og sannindi í mörgum af sínum góđum greinum og pistlum.

Svo les mađur fávitaumrćđu fólksins sem kennir sig viđ félagshyggju.

Og ég bara spyr, hvenćr fóru hlutirnir svona úrskeiđis hjá mínum fyrrum samherjum??

Takk samt Jón.

Ţegar ţú vilt vera góđur, ţá ertu virkilega góđur.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2022 kl. 16:27

2 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

... svona er ţađ ţegar Kommúnistar sigra Kapítalismann.

Guđjón E. Hreinberg, 17.3.2022 kl. 00:26

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef alltaf varađ viđ ofurlaunahugmyndafrćđinni og bent á mismunin á milli Engilsaxnesku hugmyndafrćđinnnar og Rínarmódelsins svokallađa, sem átti lengi vel viđ í Ţýskalandi og á Norđurlöndum. En smám saman ţrengdi engilsaxnesku ofurlaunahugmyndafrćđin sér upp á okkur og ađra. 

Viđ getum alveg skođađ hvađa afleiđingar ţađ hefur haft síđustu tćpu 30 árin. Fyrirtćki hafa veriđ brytjuđ niđur og vélar og ţekking flutt til Kína og fleiri landa, en fólkiđ skiliđ eftir atvinnulaust oft á tíđum. Ţeir sem brytjuđu fyrirtćkin niđur grćddu hins vegar offjár. 

Hlutabréfavćđingin og happadrćttis-lottóhugsunarhátturinn hefur líka tekiđ yfir umfram framleiđslu- og framleiđnihugmyndafrćđina og ţađ hefur veriđ flutt út og ţessvegna er Evrópa og Bandaríkin ađ tapa forustusćti sínu og hugmyndir í okkar heimshluta hverfast um einhverja vitleysu eins og kynrćnt sjálfrćđi, kynskiptinga og meinta loftslagshlýnun.

Ţađ er alveg rétt hjá ţér ţađ ţarf meira af klassískri íhaldsmennsku sem byggir á mannúđlegu markađshagkerfi en ekki veđmangskapítalismann sem engilsaxar innleiddu illu heilli. Kapítalistar eins og Rockefeller, Henry Ford og Tomas Alva Edison vöruđu alltaf viđ ţví og höfđu mestu skömm á verđbréfahugmyndafrćđinni. 

Jón Magnússon, 17.3.2022 kl. 18:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 435
  • Sl. sólarhring: 1348
  • Sl. viku: 6208
  • Frá upphafi: 2303523

Annađ

  • Innlit í dag: 407
  • Innlit sl. viku: 5738
  • Gestir í dag: 403
  • IP-tölur í dag: 400

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband