Leita í fréttum mbl.is

Að vita og gleyma

Í þrætubókalist fáránleikans og rökfærslu sem kennd er við sófista frá því 400 árum fyrir okkar tímatal var hægt að setja fram kenningar sem voru vinsælar á menntaskólaárunum, sbr. 

"Þeim mun meira sem þú lærir, því meira veistu. Þeim mun meira sem þú veist, því meiru gleymir þú. Þeim mun meiru sem þú gleymir, því minna veistu. Ergo mikill lærdómur leiðir til minni þekkingar."

Að sjálfsögðu fannst okkur þessi rökfærsla bara aðhlátursefni.

Í grein Michael Deacon í DT í dag fjallar hann um þekkingarleysi unga fólksins á sögunni. Meiri hluti nemdenda veit t.d. ekki hver Mozart var eða hvar London er á landakortinu. 

Síðan bendir hann á, að við þurfum e.t.v.ekki að hafa miklar áhyggjur af þekkingarleysi unga fólksins, þar sem vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu í febrúar á þessu ári, að mikil lærdómur og þekking á stuttum tíma geti verið orsök minnistaps á eldri árum, þar sem heilinn hafi ekki lengur svið eða svæði til að geyma alla þekkinguna og þessvegna gleymist og hverfi dýrmætar persónulegar minningar úr vitund okkar. 

Sé það staðreynd, að unga fólkið og komandi kynslóðir fái minni fræðslu en fólk fékk á árum áður á það semsagt síður á hættu að lenda í okkar sporum varðandi minnistap og getur því búið sig undir elli með meiri vitund en við sem þurftum jafnvel að læra Latínu. 

Svo virðist því greinilega að ekki sé öll vitleysan eins eða af hinu illa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 1004
  • Sl. viku: 5477
  • Frá upphafi: 2301724

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 5115
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband