Leita í fréttum mbl.is

R in þrjú og minnislausu alþingismennirnir

Ríkisútvarpið, Ríkiskirkjan og Rauði krossinn (R in þrjú) hafa hamast að dómsmálaráðherra fyrir að framfylgja Útlendingalögum sem Alþingi setti í sátt árið 2016 og tóku gildi árið 2017.

Samfylkingin og Píratar tóku fullan þátt í þeirri lagasetningu. Nú krefjaset alþingismenn úr þeim flokkum, að ekki skuli farið að lögunum, sem þeir sjálfir sömdu og greiddu atkvæði með.  

Ríkisútvarpið hefur í umfjöllun um málið birt einhliða og jafnvel rangar fréttir og einhliða fréttaskýringar auk þess að bregða sér í kufl ákæranda yfir ráðherranum fyrir að framfylgja lögum settum af Alþingi.

Yfirmaður Ríkiskirkjunnar tekur undir sem ákærandi og Rauði krossinn, sem fær gríðarlega styrki og hefur rekið  stærstu lögfræðistofu landsins, sem vinnur eingöngu að þessum málum á kostnað ríkisins tekur undir alla gagnrýni og bregður sér líka í hlutverk ákæranda. Rauði krossinn sem  framkvæmdaaðili og  umsjónaraðili ákærir líka þrátt fyrir að Rauði krossinn hafi átt ríkan þátt í að móta þá löggjöf sem um ræðir. Nokkuð sérstakt og vekur upp spurningar um hvort ekki sé eðlilegt að fela öðrum aðilum meðferð þessara mála alla vega auk Rauða krossins.

Minnislausir alþingismenn í Samfylkingunni og Pírötum hamast að ráðherra fyrir að framfylgja lögunum sem þeir settu sjálfir. 

Allt er þetta með miklum eindæmum og þeim til skammar sem hafa staðið að samræmdri herferð um að ekki skuli farið að lögum. 

Þegar upplýsingar berast síðan af samsetningu þess hóps, sem hefur verið vísað úr landi og hvert þeir fara, þá kemur enn betur ljós að málflutningur ofangreindra aðila er í grundvallaratriðum rangur og algert lýðskrum.

Af þeim  197 sem gert er að fara héðan nú (ekki 300) fara meira en helmingur til  síns heima, þar sem ekkert af því sem þeir báru fyrir sig stóðst við skoðun og 51 fara til annars Evrópuríkis sem þeir höfðu áður fengið samþykkta dvöl í svo dæmi séu tekin.

Löggjöf Íslands varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttamenn er allt of rúm og vilhöll þeim sem koma hingað á höfrungahlaupi með aðstoð alþjóðlegra smyglhringja, fram fyrir fólk í raunverulegri neyð. Þessir strákar (en yfir 90% af þeim sem þannig koma eru ungir karlmenn) eru síðan eftir höfrungahlaupið og háar greiðslur til smyglarana teknir í náðarfaðm ríkisstyrktu lögfræðiskrifstofu Rauða krossins, sem neytir allra bragða til að nýta alla fresti og veifa þessvegna frekar röngu tré en öngvu til að koma sem lengst í veg fyrir að þessum hlaupastrákum verði vísað úr  landi.

Mikilvægt er að breyta lögum um útlendinga til að takmarka möguleika þessa hóps til að misnota góðsemi,greiðasemi og velvild íslensku  þjóðarinnar.

Ábyrgðarlaus framganga Ríkiskirkjunnar, Rauða krossins og þá sér í lagi Ríkisútvarpsins hlítur að vekja upp spurningar um það hvað þeim finnist rangt í þeim lögum sem um þessi málefni gilda og hvað afsaki þetta upphlaup þeirra. 

Þá hlítur þjóðin að krefjast þess, að Samfylkingin og Píratar leggi fram þær breytingatillögur í þessum málaflokki,sem þeir telja nauðsynlegar á lögum sem þeir  sjálfir sömdu. Það hafa þeir ekki gert til þessa og framganga þeirra verður því ekki flokkuð með öðrum hætti,en sem rangfærslur og ómerkilegt lýðskrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 999
  • Sl. sólarhring: 1252
  • Sl. viku: 6772
  • Frá upphafi: 2304087

Annað

  • Innlit í dag: 927
  • Innlit sl. viku: 6258
  • Gestir í dag: 884
  • IP-tölur í dag: 856

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband