Leita í fréttum mbl.is

Innflytjendamál eru ekki á dagskrá

Rishi Sunak forsætisráðherra Breta kom á tildurráðstefnu Evrópuráðsins í boði Katrínar Jakobsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar og sagðist vilja ræða innflytjendamál. Þórdís Kolbrún sagði slík mál ekki á dagskrá. 

Svarið er í samræmi við það hvernig íslenska stjórnmálastéttin misvirðir hagsmuni fólksins í landinu hvað varðar innflytjendamál. Þau skynja ekki vandamálið.

Þó stjórnmálastéttin skynji það ekki, þá áttar almenningur sig á því að innflytjendastraumurinn veldur gríðarlegum vanda í heilbrigðis-, mennta-,húsnæðisálum og vegna afbrota o.fl. 

Það hefur aldrei verið eins einfalt að ferðast á milli landa og heimsálfa eins og núna og samskipti milli landa og heimsálfa hafa heldur aldrei verið eins auðveld.

Innflytjendur sem koma til Evrópu senda myndir og skilaboð til vina og fjölskyldu og segja þeim hvernig eigi að fara að því að komast til Evrópu, hvað þá heldur Íslands, þar sem mest sé frá ríkinu að hafa, ef þú segist vera flóttamaður. Leiðbeiningar koma frá fleirum þar sem minnst er á ákveðna stjórnmálamenn og lögmenn íslenska, sem leita megi til, svo að landvist og aðgangur að velferðarkerfinu íslenska verði tryggt og hvernig megi plata kerfið.

Sumir telja að það sé útilokað að takmarka innflytjendastraumin og segja að þetta sé bara sá heimur sem við lifum í og við þessu sé ekkert að gera. Slík afstaða er uppgjöf fyrir tilverunni og tilvistinni eins og við séum ósjálfbjarga áhrifalausir áhorfendur,sem höfum ekkert með þróun mála að gera. 

Staðreyndin er sú, að lönd geta lokað landamærunum ef þeim sýnist svo. Hvað þá við, sem erum eyland og meintir flóttamenn og hælisleitendur koma aðeins í gegnum Keflavíkurflugvöll. 

Á tímum Kóvíd lokuðu ýmis ríki landamærunum t.d. Kanada og Nýja Sjáland. Fyrst þau gátu það þá getum við það. 

Við erum farin að finna fyrir því að vegna innflytjendastraumsins er gríðarleg vöntun á húsnæði, læknum, heilsugæslustöðvum, leikskólum, skólum. Við getum ekki þjónustað þá sem fyrir eru í landinu með viðunandi hætti og það liggur algerlega fyrir það sem Milton Friedman sagði á sínum tíma. "Það er hægt að hafa opin landamæri eða velferðarkerfi. En þú getur ekki haft hvorutveggja." Nú eykst yfirdráttur og skuldir ríkisins með hverjum nýjum hælisleitenda af því að ríkið er rekið með bullandi tapi.

Fólkið í landinu veit þetta, en þessi mál eru samt ekki á dagskrá að mati stjórnmálaelítunar, sem er upptekin við vandamál, sem við höfum enga möguleika til að hafa áhrif á.

Vonandi gera fleiri og fleiri sér grein fyrir hversu staðan í innflytjendamálum er grafalvarleg og hversu brýnt það er að fá nýja stjórnmálamenn sem skynja alvarleika raunveruleikans sem blasir við almenningi, en ekki þeim stjórnmálamönnum, sem horfa á málin úr fílabeinsturninum og ástunda það eitt sem segir í gamla texta Bítlana:

"Making all their nowhere plans for nobody."

Af því að mál sem varða þjóðina mestu máli eru ekki á dagskrá.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag.  Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn í þessu máli? Dísirnar í forystunni haga sér eins og þær séu í framboði fyrir Samfylkinguna.  Er einhver munur á flokkunum? Miðflokkurinn einn ræðir þessi mál.

Birgir Loftsson, 14.6.2023 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 927
  • Sl. sólarhring: 1247
  • Sl. viku: 6700
  • Frá upphafi: 2304015

Annað

  • Innlit í dag: 864
  • Innlit sl. viku: 6195
  • Gestir í dag: 824
  • IP-tölur í dag: 798

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband