Leita í fréttum mbl.is

Góð störf ber að þakka

Það er sjaldgæft í seinni tíð, að stórum hópi fólks þyki miður að ráðherra láti af störfum. En þannig er það með Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem hefur staðið sig einstaklega vel sem ráðherra dómsmála þann tíma sem hann hefur gengt því starfi. 

Það hefur oft gustað um Jón í þessu embætti og þannig er það oftast með þá stjórnmálamenn sem láta til sín taka. Því miður gat hann ekki gengið eins langt og hann hefði viljað til að takmarka fjölda meintra hælisleitenda, sem hingað komu, en ljóst má vera að hann gerði það sem hann gat í þessari fjölflokkastjórn, þar sem VG reyndi að sporna á móti sjálfsögðum lagabreytingum og Jón fékk iðulega allt of lítinn stuðning forustufólks í eigin flokki hvað það varðar. 

Jón ávann sér traust og stuðning þorra Sjálfstæðisfólks, sem þykir miður og raunar fráleitt að hann skuli nú hverfa úr ríkisstjórn.

Á sama tíma og Sjálfstæðisfólk almennt telur slæmt að missa Jón úr ráðherrastól, þá þarf ekki að efa, að eftirmaður hans Guðrún Hafsteinsdóttir er vel hæf til að takast á við krefjandi verkefni og er henni hér með óskað alls velfarnaðar í því vandasama starfi sem hún mun taka við í dag. 

Á sama tíma og ég þakka Jóni Gunnarssyni vel unnin störf, þá vænti ég þess, að hann muni láta að sér kveða í þjóðmálum í auknum mæli og takast á við ný og krefjandi verkefni á því sviði. Jón Gunnarsson hefur það alla vega sem veganesti úr dómsmálaráðuneytinu, að þorri Sjálfstæðisfólks treystir honum best og telur hann best dugandi til að takast á við erfiðustu verkefnin í pólitíkinni sem Sjálfstæðismaður.


mbl.is Málefni útlendinga vega þyngst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 40
  • Sl. sólarhring: 1012
  • Sl. viku: 5500
  • Frá upphafi: 2301747

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 5136
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband