Leita í fréttum mbl.is

Vandamálafræði og vansæld

Sagt er frá niðurstöðu könnunar, sem sýnir að íslendingar eru nú óhamingjusamari en fyrr. 

Hvað veldur því að sú þjóð, sem býr við hvað mestu efnahagslegu velsæld, býr við frið og meira öryggi,en flestir aðrir í heimi hér, skuli vera svona vansæl. Já og hvernig stóð á því að þjóðin var mun hamingjusamari hér áður fyrr, þó efnahagsleg verðmæti og almenn velsæld væri minni en nú er. 

Getur verið að vandamálafræðin sem umlykur fólk með allskyns greiningum og meðferðum og lyfjagjöf valdi hér einhverju? 

Pólitíkin hefur e.t.v. ákveðið með þetta að gera, en stjórnarandstaða á öllum tímum hamast við að segja fólki hvað því líður illa þó því líði þokkalega og jafnvel asskoti vel. Horfa má á leikþátt með einleik Inga Sæland til að sjá það. 

Et til vill skortir fólk markmið hugsjónir og áskoranir til að það átti sig á hvað lífið er skemmtilegt og þess virði að lifa því sælt og ánægt þó að stundum gefi hressilega á bátinn.

Já og ef til vill vantar þjóðina rótartengingu við kristilegan menningararf til að geta betur áttað sig á þeim áskorunum sem allir standa frammi fyrir á lífsleiðinni. Sumir oftar aðrir sjaldnar og hvernig á að bregðast við og með von og trú.

Já og ef til vill skortir á, að fólki sé bent á þá grundvallarstaðreynd að: "Hver er sinnar gæfusmiður" 

Sennilega væri þjóðin hamingjusamari ef fólk fengi að vera í friði fyrir vandamálafræðinni og háskólaspekinni og gerði sér grein fyrir því að við höfum öll gildi sem einstaklingar og við höfum þær skyldur að ávaxta okkar pund hvort sem er í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu eins vel og við getum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 464
  • Sl. sólarhring: 513
  • Sl. viku: 2151
  • Frá upphafi: 2296711

Annað

  • Innlit í dag: 448
  • Innlit sl. viku: 2008
  • Gestir í dag: 446
  • IP-tölur í dag: 431

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband