Leita í fréttum mbl.is

Mesti heigulshátturinn

Rithöfundurinn C.S. Lewis sagði eitt sinn: "Einn mesti heigulshátturinn, sem venjulegt fólk getur gert er að loka augunum fyrir staðreyndum. 

Nýverið hélt æðsta ráð þjóðkirkjunnar fund, sem kallast kirkjuþing. Látið er í veðri vaka að þar sé um hámörkun lýðræðis að ræða í samtökum sem teljist hafa innan sinna vébanda hátt á þriðja hundrað þúsunda landsmanna. Samt sem áður hef ég aldrei orðið var við almennar kosningar í þessari kirkjudeild og átti þess aldrei kost meðan ég var innan vébanda hennar að kjósa prest, velja fólk til setu á kirkjuþingi hvað þá að kjósa biskup. Það er ekki í boði nema fyrir sérvalda.

Hvað sem líður lýðræðinu, þá náði kirkjunnar fólk, að sameinast um að lýsa fullum stuðningi og trausti við biskup sem situr þó að kjörtímabili hennar sé löngu lokið og hún sé umboðslaus skv. áliti þess dómara, sem kirkjan hefur falið að véla um slík mál. En það skiptir kirkjuþing ekki máli. 

Um svipað leyti og Kirkjuþing var haldið var birt skoðanakönnun um stöðu þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan hefði átt að vera kirkjunnar fólki umhugsunarefni, en álit fólks á kirkjunni og stuðningur við hana hefur aldrei verið minni. 

Þrátt fyrir að fyrir liggi ótvíræð niðurstaða um vanhæfni biskups og umboðsleysi og þrátt fyrir að liggi fyrir ótvíræð niðurstaða könnunar um verstu stöðu þjóðkirkjunnar frá upphafi vega, þá sameinaðist Kirkjuþing í að lýsa yfir einróma stuðningi við umboðslausan biskup. 

Greinilegt er að á Kirkjuþingi situr ekki þverskurður þeirra sem eru í kirkjudeildinni sbr. skoðanakönnunina. 

Kirkjuþing valdi leið þolandans í ofbeldissambandi, sem sættir sig við það og mælir ofbeldinu bót og samsamar sig með því.

Það er svo  auðvelt að loka augunum fyrir staðreyndum ef það hentar, en stórmannlegt er það ekki sbr. tilvitunin hér að ofan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Auðvitað ætti almenningur að eiga kost á því að velja

sér sinn trúarleiðtoga

hvort sem að það væri val á staðar-presstinum eða á biskupnum.

Dominus Sanctus., 31.10.2023 kl. 09:19

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir hnignun á kristnum gildum á Íslandi.  

Sigurður I B Guðmundsson, 31.10.2023 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 54
  • Sl. sólarhring: 1016
  • Sl. viku: 5514
  • Frá upphafi: 2301761

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 5148
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband