Leita í fréttum mbl.is

Óráðshjal gegn betri vitund

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mikils trausts skv. skoðanakönnunum. Þessvegna er eðlilegt að fylgst sé grannt með þessari ungu stjórnmálakonu og fólk reyni að átta sig á fyrir hvað hún stendur. 

Margir hafa bundið vonir við að Kristrún geti m.a. vegna menntunar sinnar og reynslu komið Samfylkingunni frá ofurtrúnni á ríkisafskipti, millifærslur og aukna skattheimtu. Þeir sem hlustuðu á Kristrúnu í þættinum vikulokin á Rás 1 urðu því fyrir miklum vonbrigðum. 

Kristrún telur eðlilegt að auka ríkisumsvif verulega. Hún vill auka skattheimtu og hún vill gera upp á milli borgara með sértækum aðgerðum. 

Látum svo vera þó að trúr og tryggur sósíalisti vilji standa fastur í fortíðinni og auka skattheimtu og millifærslur, en hitt er verra þegar hún fer rangt með og byggir hugmyndir sínar á fölskum forsendum.

Í þættinum talaði Kristrún um að sækja meiri skatta til fjármagnseigenda, sem hún hélt fram að væru að hagnast verulega (koma út í rosalegri rassíu) og vísaði sérstaklega til hækkunar hlutabréfa og skuldabréfa. 

Þetta er rangt hjá Kristrúnu og hún veit betur. Fá ár hafa verið eins mögur fyrir fjármagnseigendur eins og einmitt þetta ár. Hlutabréf hafa lækkað í Kauphöllinni frá áramótum um 16%, lækkun sem nemur tugum milljarða. Auk þess hefur Kristrún talað bankana niður með hugmyndum um sérstakan bankaskatt.

Kristrún virðist ekki skilja, að í verðbólgu eru það ekki bara einstaklingar, sem tapa. Skuldsett fyrirtæki gera það líka sbr. bændur sem með sín smáfyrirtæki.

Lækkun hlutabréfaverðs nemur fleiri milljörðum á árinu eins og áður segir og vilji fjárfestir vera með fé sitt á hávaxtareikningi í banka,þá nær ávöxtunin ekki verðbólgunni þegar fjármagnstekjuskatturinn hefur verið greiddur. Aukin skattlagning á fjármagnseigendur á grundvelli gróða þeirra, er því rangt pópúlískt rugl, sem að kona eins og Kristrún veit vel eða á að vita miðað  við þekkingu sína að stenst ekki. Blaður eins og þetta gegn betri vitund, er því henni til minnkunar, en ekki stendur steinn yfir steini í hugmyndum hennar um hvernig á  að ná í aukið fé í ríkissjóð. 

Annað sem kom á óvart var tal Kristrúnar um sértækar aðgerðir í kjaramálum, þar miðar hún við að gert sé upp á milli fólks eftir því hvort þeir hafa fengið aðstoð frá sínum nánustu eða ekki. Þannig var ekki hægt að skilja hana með öðrum hætti en þeim, að t.d. tvær konur í sömu stöðu þar sem önnur hefði fengið aðstoð foreldra sinna til að fjármagna sig ætti að fá minni launahækkun en konan við hliðina, sem hefði ekki fengið slíka aðstoð.  Með hvaða hætti og hvernig skyldi nú ganga að miða kjarviðræður við þessar forsendur Kristrúnar?

Eðlilega verður mörgum um og ó, að hlusta á svona því miður endemis rugl í stjórnmálaleiðtoga. Hvað þá heldur einstaklingi, sem flestir hafa talið að hefði gripsvit á efnahagsstjórn og fjármálum einstaklinga og ríkis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Heyrði ekki þennan þátt, sem þú nefnir, en það sem þú hefur eftir Kristrúnu Frostadóttur er í samræmi við annað, sem ég hef heyrt og lesið frá henni.  Hún kemur ekki með neinar ferskar hugmyndir inn í íslenzk stjórnmál.  Hugmyndafræði hennar er ekki hægt að kenna við hægri kratisma, eins og haldið hefur verið fram í mín eyru.  Hún boðar einvörðungu gamaldags sósíalisma.  Það er eins og hún hafi ekkert kynnt sér stjórnmálasöguna innanlands og utan til að gaumgæfa, hvað virkar og hvað ekki.  Samfylkingin er áfram úreltur skattahækkunarflokkur.  Allt, sem Kristrún ætlar að gera, mun draga úr hagvexti og kynda undir verðbólgu.  Það flæðir undan krötum annars staðar í Evrópu núna.  Þetta nýjabrum fer strax af Kristrúnu.  Hún er hugmyndasnauður vinstri krati.  

Bjarni Jónsson, 5.11.2023 kl. 14:15

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Bjarni og mér finnst það miður, að hún skuli skipa sér með vaðli sínum í hóp þægindastjórnmálamanna, sem taka undir hvaða óánægjurödd sem er og boðar lausn alls vanda með auknum ríkisafskiptum. 

Jón Magnússon, 6.11.2023 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1689
  • Frá upphafi: 2296249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1562
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband