Leita í fréttum mbl.is

Gerum allt sem í okkar valdi stendur

Engin ágreiningur er um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa sem þéttast með Grindvíkingum og styðja þá og styrkja eins og okkur er unnt. Þá er engin ágreiningur um að verja mannvirki svo sem kostur er og bæta tjón. 

Á hættustundum reyna stjórnmálamenn jafnan að gera sem mest úr eigin mikilvægi og möguleikum til að hafa áhrif á gang mála, jafnvel þó engir séu. Dæmi um það er stjórnarfrumvarp, sem nú er til umræðu á Alþingi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi. Asinn er svo mikill, að meiningin er að afgreiða málið í kvöld og/eða nótt þó engin brýn þörf sé á því.

Við höfum lög um almannavarnir nr. 82/2008, sem duga í tilvikum sem þessum e.t.v. þarf að bæta örlitlu við 25.gr. laganna vegna uppbyggingu varnargarða á Reykjanesi og varðandi fjármögnun.

Hættan við fum og fát í lagasetningu er ekki síst sú að Alþingi samþykki vond lög, þar sem ekki er gætt vandaðra vinnubragða við lagasetningu. Sú virðist ætla að vera raunin varðandi það frumvarp, sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. 

Bent skal á, að skv. stjórnarfrumvarpinu um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi á m.a. að víkja til hliðar lögum eins og stjórnsýslulögum. Af hverju þarf að víkja þeim til hliðar? Svo að stjórnvöld geti farið sínu fram af geðþótta og eftirlit með aðgerðum þeirra verði ekkert og réttindum almennra borgara verði vikið til hliðar. Við eigum aldrei að samþykkja slíkt.

Almenn umgjörð um mannréttindi og takmörkun á því að ríkisvaldið geti farið sínu fram eftirlitslaust að geðþótta verður alltaf að vera leiðarstefið við lagasetningu í landinu ekki síst þegar skyndileg hætta steðjar að.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Geta Grindvíkingar ekki bara fengið hlut af þessari þróunaraðstoð
það fylgist hvort sem er enginn með hvert þeir peningar fara

Eftirlit með fé til Palestínu ekkert (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 14.11.2023 kl. 09:25

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Enginn Íslenskur lögspekingur ræðir ranglög, þ.e. lög sem brjóta stjórnarskrá, eða skyldu forseta að vísa slíkum lögum til Þjóðaratkvæða.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2023 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1688
  • Frá upphafi: 2296248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1561
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband