Leita í fréttum mbl.is

Hvernig lifðum við þetta af?

Ég velti fyrir mér hvernig stendur á því, að nokkur skuli vera eftirlifandi af minni kynslóð og þeim sem að undan gengu. 

Þegar við vorum að alast upp voru engar reglur um hámarkstíma, sem börn og unglingar máttu vinna. Við fórum í sveit og keyrðum dráttarvélar og hestvagna langt fyrir 12 ára aldur. Spiluðum fótbolta á malarvöllum og komum stundum heim blóðrisa á fótleggjum allt upp undir nára. Við fórum um allt og söfnuðum í áramótabrennur, sem nú er á verksviði borgarstarfsmanna

Það vantaði flestar bann- og varúðarreglur, sem nú stjórna lífi ungs fólks. Ofstjórnar- og hræðsluþjóðfélagið var þá ekki orðið til í þeirri mynd sem það er í dag. 

Við fengum kristilegt uppeldi þó það væri mismunandi hvað fólk tók með sér af því. Okkar kynslóð var ekki búin að glata kristinni trú eins og núkynslóðin sem hefur yfirfært trúna frá Guði og til lækna- og heilbrigðisstéttarinnar. 

Það voru engar gular eða rauðar veðurviðvaranir og við hefðum hlegið að því sem krakkar að það væri vont veður sem nú telst útheimta gula veðurviðvörun. Það hefði verið talið veður til að hafa gaman að vera úti að leika. 

En tímarnir breytast og mennirnir með og nú eru börn og unglingar bundnir við reglur um boð en þó sérstaklega bönn og andlega heilbrigt fólk vel af Guði gert fær ekki að stjórna eigin lífi og taka meðvitaða áhættu ef það vill gera það. 

Þetta hefur komið berlega í ljós varðandi hamfararáðstafanir almannavarna varðandi Grindavík, sem hafa verið svo fjarri meðalhófi og almennri skynsemi. Væri ekki rétt að skipa valinkunnugt sæmdarfólk til að fara yfir þetta allt til að koma í veg fyrir ofstjórnun óttans taki strax völdin um leið og eitthvað óvenjulegt ber að dyrum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Var þessi færsla borin undir álit Maríunefndar Forsætisráðuneytisins áður en hún var birt?

Hm. ...

Guðjón E. Hreinberg, 27.11.2023 kl. 13:31

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei og ég veit ekki hvaða nefnd það er. 

Jón Magnússon, 27.11.2023 kl. 18:18

3 Smámynd: Skúli Jakobsson

Þín kynslóð fékk að klifra stigana sem þið tókuð svo upp með ykkur...

Skúli Jakobsson, 27.11.2023 kl. 19:01

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Arnar Sverrisson hefur gert Maríunefndinni ágæt skil í erindi sínu "Hatur" á síðasta ári. Arnar listar heimildir.

https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2284390/

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 28.11.2023 kl. 01:11

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ertu viss um að það sé bara ein nefnd, Jón?

Gunnar Heiðarsson, 28.11.2023 kl. 07:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Nú skil ég ekki Skúli.

Jón Magnússon, 28.11.2023 kl. 10:47

7 Smámynd: Jón Magnússon

Nei fjarri fer því Gunnar.

Jón Magnússon, 28.11.2023 kl. 10:47

8 identicon

Bravó! 

Heiða Þórðar (IP-tala skráð) 28.11.2023 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 227
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 1914
  • Frá upphafi: 2296474

Annað

  • Innlit í dag: 218
  • Innlit sl. viku: 1778
  • Gestir í dag: 218
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband