Leita í fréttum mbl.is

Raforkuskortur er óásættanlegur

Umhverfis- og orkumálaráðherra Guðlaugur Þór sagði í gær, "að raforkuskorturinn í landinu væri óásættanlegur og fráleitt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir 15 ára aðgerðarleysi í virkjanamálum."

Vissulega er þetta allt rétt hjá orkumálaráðherranum. En í ár hafa Sjálfstæðismenn farið með orkumálin í samstjórninni með Vinstri grænum(VG) í sjö ár. Það hefur legið fyrir svo árum skiptir að einstrengingsleg afstaða VG í orkumálum kemur í veg fyrir að vistvæn vatnsaflsorkuver séu gerð í landinu. 

VG hefur staðið fyrir að sett yrðu margvísleg löggjöf til að tefja og jafnvel koma í veg fyrir að hagkvæmir virkjunarkostir komist í framkvæmd og Sjálfstæðisflokkurinn keypti setu í ríkisstjórn með þessum öfgaflokki, því verði að sætta sig við afturhaldshyggju VG og á sama tíma að bera stjórnskipulega ábyrgð á orkuskortinum í landinu. 

VG er sérkennilegur flokkur. Flokkur sem segist berjast fyrir orkuskiptum til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en á sama tíma berst VG hatrammlega gegn öllum vatnsaflsvirkjunum svo hatrammlega að þingflokksformaður Framsóknar telur það helst til bjargar að stækka heimavirkjanir við ýmsar sprænur í landinu. 

Væri ekki rétt áður en verr fer,að segja upp stjórnarsamstarfinu við VG og leita annarra leiða til að koma þjóðinni út úr því öngþveiti sem hér er að skapast vegna öfgastefnu VG, sem þegar er farin að raungerast í orkumálum. 

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geta ekkert annað en tapað á því að halda þessu stjórnarsamstarfi við VG áfram og máttu raunar vita það áður en til þess var stofnað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ráðherra setan er meira virði en hagsmunir almennings.

Því miður.

Þess vegna er staðan eins og hún er í dag.

Ekkert af þessum flokkum á hinu lágvirta alþingi

er að vinna fyrir hagsmuni þjóðarinnar.

Hagsmunir þeirra eigin ganga fyrir og listinn, ef upp

ætti að telja, er of langur til að fylla þína

bloggsíðu Jón minn.

Sorglegt en satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.11.2023 kl. 22:24

2 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður hafa hugsjónir vikið fyrir sérhagsmunum í allt of mörgum tilvikum. 

Jón Magnússon, 30.11.2023 kl. 09:32

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er allt partur af orkuskiftunum: úr hreinni, innlendri orku, í dýrari innflutta orku úr olíu.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2023 kl. 16:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Mér finnst VG afsökunin vera frekar aum.

En trúgjarnir geta trúað henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 17:04

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Langvarandi raforkuskortur í landinu í boði VG er svo alvarlegt mál, að það mætti að ósekju láta brjóta á því í ríkisstjórnarsamstarfinu og opinbera þannig heiftarlegan tvískinnung VG.  

Hins vegar veður orkuráðherrann á súðum, ef hann segir aðgerðarleysi hafa ríkt í orkumálum í 15 ár.  Nefni sem dæmi Búðarháls - 95 MW - 2014 og Þeistareyki - 90 MW - 2ö17. 

Þetta var eðlilegur taktur, en varaformaðurinn og formannsfallkandídatinn hafa ekki valdið sínum embættum og komast ekki með tærnar, þar sem leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu hælana í orkumálum í "den tid". 

Bjarni Jónsson, 30.11.2023 kl. 18:39

6 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Ásgrímur svo gáfulegt svo sem það nú er. 

Jón Magnússon, 30.11.2023 kl. 18:43

7 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst hún líka frekar aum Ómar. Enda tek ég fram, að Orkumálaráðherrar beri stjórnskipulega ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn geta ekki fríjað sig ábyrgð í þessu efni. En hvað sem því líður þá hefur VG verið flokkurinn sem hefur staðið í vegi fyrir uppbyggingu vistvænna vatnsaflsvirkjana.

Hugsaðu þér það Ómar að þessi flokkur sem kallar sig græningja flokk hefur staðið gegn öllum vatnsaflsvirkjunum í landinu og það er ekki ýkja langt síðan að formaður flokksins andskotaðist út og suður í ræðustól Alþingis og sagði að það væri verið að sökkva Íslandi vegna byggingjar vatnsaflsvirkjunar. Það hefur ekki látið sig gerast enþá og gerist ekki og var afburða vitlaust en þannig er talað á VG bænum. 

Jón Magnússon, 30.11.2023 kl. 18:46

8 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Bjarni. Ég tel að það sé alvarlegt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að sitja í þessari ríkisstjórn með þessum sértrúarsöfnuði. 

Jón Magnússon, 30.11.2023 kl. 18:47

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón, ég hef ágætt ímyndunarafl, en nota það lítt þegar ég tjái mig um málefni líðandi stundar, held mig í grunni við rök, en vissulega þá móta lífsskoðanir mínar orðræðu mína.

Þegar ég les andsvar þitt þá hygg ég að þú sjáir kjarna vandans, að VG sé ekki skálkaskjól.

Ef þú vilt vita mína skoðun, þá er vandann að leita í uppgjöf Sjálfstæðisflokksins gagnvart rétthugsun samtímans.

Það er eins og það séu engar hugsjónir eða stefnumál, allt er réttlætt með að á "meðan við erum í stjórn, þá verður þetta allavega ekki verra.".

Og hlutverk Bjarna er að rugga ekki bátnum, á meðan er status kó gagnvart auðtengslum og auðsöfnun, að það sé úrelt að það fari saman við þjóðarhag.

Aðeins mín skoðun Jón, en haleljúja eitthvað um meinta vonsku eða tregðu VG, finnst mér aðeins vera flótti, frá hinu raunverulega vandamáli.

Að þeir sem auðinn erfðu, gefa skít í þjóðarhag, hafa hvorki hugsýn um velferð þjóðarinnar (sem var geirneglt inní stefnu Sjálfstæðisflokksins) eða þeirra hagur fari saman við hag þjóðarinnar.

Allavega er hvorki VG skýring eða afleiðing, þau  eru ágæt eins og þau eru, en skýra ekki eitt eða neitt.

Þar er meinið, og það mein þarf að skera, almennt gildir að þú bendir ekki á aðra þegar sökin er þín.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 19:30

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er svo hjartanlega sammála þér í þar sem þú fjallar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur týnt stefnu sinni og hugsjónum í þessu samstarfi. Að vísu má segja að það hafi byrjað áður, en aldrei sem nú. Þessvegna mælist Flokkurinn með stöðugt minna fylgi eins og hann raunar á skilið meðan hann stendur ekki fyrir sínum eigin málstað.

Jón Magnússon, 1.12.2023 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 1392
  • Sl. viku: 5819
  • Frá upphafi: 2303134

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 5370
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband