Leita í fréttum mbl.is

Gjörđu svo vel

Í gćr var frétt í sjónvarpinu um myndarlegan styrk hins opinbera til ađ viđhalda listsköpun í Tjarnarbíó. Í dag er fjallađ um víđtćkar styrkveitingar Reykjavíkurborgar til ýmissa einkafyrirtćkja á sviđi "menningar og listsköpunar".

Menntamálaráđherra réttir einkafyrirtćkjum í fjölmiđlun myndarlega styrki og ţá er ótalinn heimsmethafinn í opinberum fjárstuđningi Ríkisútvarpiđ.Engu máli skiptir hve illa RÚV er rekiđ alltaf skulu fjárhirslur ríkisins opnađar fyrir RÚV.

Allt er ţetta gott og blessađ í Ráđstjórnarríki, ţar sem miđađ er viđ ađ hiđ opinbera hafi međ listsköpun, félagsstarfsemi og fjölmiđlun ađ gera. En í ríki sem byggir á frjálsri samkeppni og framtaki einstaklingsins, ţá er veriđ ađ gefa vitlaust. Ţóknanlegir ađilar njóta styrkja á međan ađrir, sem gćtu jafnvel gert enn betur hafa ekki samkeppnishćfan grundvöll til ađ starfa á vegna styrkja hins opinbera til samkeppnisađila.

Í frjálsu ríki er viđmiđunin ađ skattar séu lágir og fólkiđ ákveđi sjálft hvađ ţađ vill gera viđ peningana sína í stađ ţess ađ stjórnmálamenn taki ţá af ţeim og ráđskist međ ţá.

Eđlilega krafan er ađ lćkka skatta til ađ fólk ráđi meira hvernig ţađ vill verja peningunum sínum ţ.á.m. hvort ţađ vill vera áskrifandi ađ RÚV eđa ekki. Ţađ er ósamrýmanlegt ríki einstaklingsfrelsisins og frelsi borgaranna, ađ ţvinga fólk til ađ vera áskrifandi ađ fjölmiđli og taka peninga fólksins til ađ halda sumri starfsemi gangandi á kostnađ frjálsrar samkeppni. 

Hvernig vćri ađ leyfa einstaklingnum ađ ráđa og lćkka skatta svo einstaklingurinn gćti valiđ hvađa fjölmiđil eđa listsköpun sem hann vill? Fyrsta skrefiđ er ađ losa ţá sem ţađ vilja undan oki RÚV.

Hvernig vćri ađ Sjálfstćđisflokkurinn raungerđi ţá stefnu sína ađ stuđla ađ einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi.

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1288
  • Sl. sólarhring: 1322
  • Sl. viku: 6748
  • Frá upphafi: 2302995

Annađ

  • Innlit í dag: 1161
  • Innlit sl. viku: 6261
  • Gestir í dag: 1053
  • IP-tölur í dag: 1003

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband