Leita í fréttum mbl.is

Að þekkja sjálfan sig og fá hvatningu.

Margir einstaklingar sem sett hafa svip sinn á mannkynsöguna og unnið stórvirki, gátu það af því að þeir fengu hvatningu og ástvina sinna eða vina. Stundum blæs ekki byrlega og allt virðist andstætt. Þá skiptir máli að fá hvatningu vina og fjölskyldu.

Margir eiga sér drauma og langar til að gera hluti sem þeir komast ekki til að gera vegna þess að aðrir hlutir hafa forgang. Ef til vill þekkja ekki margir nafnið Nathaniel Hawthorne, en hann missti vinnuna og algjörlega miður sín fór hann heim til að segja konunni sinni frá því að hann væri atvinnulaus. Þegar Nathaniel kom heim sagði hann við konuna sína „Ég get ekki neitt ég er aumingi sem var rekinn úr vinnunni“. En konan hans tók því með fögnuði í stað þess að verða reið eða taka undir að hann væri algjör mistök. Þess í stað faðmaði hún hann að sér og sagði „ Gott núna getur þú skrifað bókina sem þig hefur alltaf langað til að skrifa“.

Já svaraði maðurinn; „En á hverju eigum við að lifa á meðan ég er að skrifa bókina“? Nathaniel til undrunar dró konan hans út skúffu og tók þaðan fúlgu af peningum. „Hvaðan í ósköpunum fékkst þú þessa peninga“, sagði Nathaniel.

Konan sagði. „Ég hef alltaf vitað að þú værir snillingur og ég vissi að einhvern tíma mundir þú skrifa meiri háttar bók. Þess vegna lagði ég til hliðar peninga í hverri viku með því að spara í innkaupum til heimilisins og nú eru hér nægir peningar fyrir okkur til að lifa af í heilt ár.“

Kona Nathaniel treysti honum og hafði mikla trú á hæfileikum hans og getu til að skrifa. Vegna þessa trausts og fyrirhyggju eiginkonunnar, gat hann látið drauminn rætast og skrifað bókina sem hann hafði dreymt um að skrifa. Bók sem er talin meðal bestu bóka sem skrifaðar hafa verið í Bandaríkjunum, “The Scarlet letter.”

Hvað hefði gerst hefði konan ekki haft trú á manninum sínum og lagt sitt til að hann gæti látið draum sinn rætast?

Þessi saga sýnir hvað jákvæð hvatning skiptir miklu máli að. Að hafa trú á þeim sem standa okkur næstir og muna að allir eru sérstakir hver og einn á sinn hátt.

Enginn er einn. Hver og einn hefur sínar gáfur og hæfileika. Það skiptir máli að við eigum þess kost hvert og eitt að fá að rækta jákvæða hæfileika og eðliskosti.

Það er svo margt sem glepur og dregur úr okkur þannig að við nýtum ekki þá hæfileika sem við höfum. Við ættum á frítíma eins og þeim sem nú fer í hönd að huga að því. Eins og segir í 67. sögn Tómasar guðspjalls „Jesús sagði: „Sá sem þekkir allt, en skortir sjálfan sig. Skortir allt“. Það skiptir máli að hafa trú á sjálfum sér og fá jákvæða hvatningu. Þá geta menn gert stórvirki sem þeim hefði annars ekki verið unnt að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir falleg orð.

Fyrir alla einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu og vanmáttugir er gott ef einhver hefur trú á þeim. Það hefði þó verið ennþá betra ef hann hefði sjálfur séð tekifærið til þess að skrifa bókina þegar hann missti vinnuna og þau hefðu í sameiningu lagt fyrir og sýnt fyrirhyggju en það er kannski til of mikils ætlast.

Góðar stundir og gleðilega hátíð.

Jónína Björk Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2023 kl. 10:57

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jónína. Þarna var öðruvísi þjóðfélag en við þekkjum í dag. Konan var yfirleitt heimavinnandi og maðurinn lét hana hafa launin sín að mestu (mismunandi að sjálfsögðu eftir mönnum) og konan sá alfarið um heimilið og innkaup til heimilisins. Í svona góðu hjónabandi og þarna er sagt frá hefur konan sjálfsagt fengið nánast öll vinnulaun mannsins til að standa straum af heimilisútgjöldum. 

Jón Magnússon, 27.12.2023 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1042
  • Sl. sólarhring: 1231
  • Sl. viku: 6502
  • Frá upphafi: 2302749

Annað

  • Innlit í dag: 947
  • Innlit sl. viku: 6047
  • Gestir í dag: 901
  • IP-tölur í dag: 860

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband