Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarmorð?

Í tveimur meginfréttarímum RÚV í gær og í dag þ. 11.mars hefur verið fjallað ítarlega um kæru S. Afríku á Ísrael vegna meints þjóðarmorðs á Palestínuaröbum. Þessi kæra er til þess að viðhalda röngu upplýsingaflæði til fólks og það er kærkomið fyrir RÚV.

Skv. tölum frá skæruliðasveitum Hamas þá hafa um 23 þúsund íbúar fallið á Gasa frá því í október. Vissulega mikið, en ekki meira en við mátti búast miðað við þær aðstæður sem eru fyrir hendi. Ekki eru gefnar upplýsingar um það hvað margir voru bardagamenn skæruliðahreyfingarinnar Hamas. 

Til samanburðar má benda á baradagana um Aleppo í Sýrlandi, en þar voru yfir 30 þúsund manns drepnir og 35% bygginga í lagðar í rúst. Í Raqqa höfuðborg ISIS gerðu Bandaríkjamenn gríðarlegar loftárásir og lögðu mikið af byggingum borgarinnar í rúst. 270.000 af 300.000 íbúum flýðu og 80% bygginga borgarinnar voru lagðar í rúst.

Í samanburði er því hryllingurinn á Gasa, það sem við mátti búast miðað við bardaga við þessar aðstæður. Í því sambandi verður að hafa í huga: Ísrael hefur verið tilbúið til að semja um að ljúka þessu stríði ef allir gíslar verði leystir úr haldi og þeir sem tóku þátt í og bera ábyrgð á hryðjuverkunum 7.október verði látnir svara til saka. Lýsir það vilja til þjóðarmorðs?

Í annan stað þá er ljóst, að Hamas hreyfingin er vel vígúin og varin því að þrátt fyrir hernað í meir en 2 mánuði hefur varnarsveitum Ísrael ekki tekist að uppræta vígamennina sem halda áfram að skjóta eldflaugum að Ísrael, en frá því greinir RÚV aldrei. 

Eftir að Ísraelsríki var stofnað ekki síst fyrir frækilega framgöngu sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum Thor Thors árið 1948 réðust Arabaríkin, Eyptaland,Sýrland, Jórdanía o.fl. á Ísrael en Ísrael hafði sigur. Markmið Arabaríkjanna var að útrýma Gyðingum í Ísrael og afmá tilveru Ísrael sem ríkis.

Árið 1967 hótuðu Arabaríkin allsherjar árás á Ísrael til það þurrka það út af landakortinu, en Ísraelsmenn höfðu frækinn sigur undir stjórn eins mesta hershöfðingja sögunnar Moshe Dyan, þar sem varnarsveitir Ísrael börðust við tífalt fleiri hermenn en þeir höfðu og sigruðu. 

Í Yom Kippur stríðinu 1973 réðust Egyptar og Sýrlendingar fyrirvaralaust á Ísrael, en varnarsveitum Ísrael tókst að snúa málum sér í hag ekki síst vegna snilldarlegrar herstjórnar Ariel Sharon síðar forsætisráðherra Ísrael,sem komst við það á spjöld sögunnar sem einn snjallasti hershöfðingi sögunnar ásamt landa sínum Moshe Dyan áður.

Þannig hefur Ísrael stöðugt þurft að verja sig og engin efast um það að vilji Arabaríkjanna í öllum þessum þrem styrjöldum sem ég hef vísað til hefur verið til að afmá Ísrael af landakortinu þó það hefði þýtt þjóðarmorð á Gyðingum. 

 

Þjóðarmorð á Aröbum hefur aldrei verið á dagskrá Ísrael enda búa fjölmargir Arabar í Ísrael og njóta þar allra borgaralegra réttinda. Það er hinsvegar markmið Hamas að útrýma öllum Gyðingum drepa þá og afmá þá algjörlega af jörðinni hvort heldur þeir búa í Ísrael eða annarsstaðar. 

Hverjir ættu þá að vera í réttarsölum ákærðir fyrir vilja til þjóðarmorðs. Það eru liðsmenn Hamas og taglhnýtingar þeirra, sem Katrínu Jakobsdóttur fannst eðlilegt að eiga orðastað við í ráðherrabústaðnum í gær og hafa hertekið Austurvöll með leyfi vinstri meirihlutans í Borgarstjórn. 

Væri ekki rétt að íslenska ríkisstjórnin beitti sér fyrir brottflutningi þessa fólks til að það geti sameinast fjölskyldum sínum í Egyptalandi eða Íran. Hér hefur þetta fólk, sem hatast út í allt vestrænt og vill búa við Sjaría lög ekkert að gera nema síður sé. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Jón

Klipptu aftan af greininni þrjú síðustu orðin sem virðast hafa villst inn af gömlum vana - þá verð ég ennþá ánægðari með hana.

Virðingarfyllst,

PPD

Páll Pálmar Daníelsson (IP-tala skráð) 11.1.2024 kl. 20:53

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þökk sé þér Jón fyrir mjög góða framsetningu í stuttu máli á því, hvernig raunveruleg er í pottinn búið. Og það sem hvítt er sagt vera svart og svart hvítt.

Er ekki stórmerkilegt að í dag kemur Ríkisútvarpið með sjónarmið Benjamíns Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann sagði í ávarpi að ásakanir Suður-Afríku væru æpandi hræsni?

RÚV hafði eftir honum: Í dag sáum við HEIM þar sem öllu er snúið á hvolf. Ísrael er sakað um þjóðarmorð á meðan við eru að berjumst gegn þjóðarmorði.

Hvar var Suður-Afríka þegar milljónir manna voru drepnar eða hraktar frá heimilum sínum í Sýrlandi og Jemen? Af hverjum? Af bandamönnum Hamas.

Ísrael munu halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum þar til fullnaðarsigur er í höfn.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 11.1.2024 kl. 21:11

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill.

Og sameina þetta lið allstaðar annars staðar en á Íslandi.

Þeir sem hvetja til annars eru ekkert annað en þjóðníðingar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 12.1.2024 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1106
  • Sl. sólarhring: 1256
  • Sl. viku: 6566
  • Frá upphafi: 2302813

Annað

  • Innlit í dag: 1002
  • Innlit sl. viku: 6102
  • Gestir í dag: 936
  • IP-tölur í dag: 896

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband