Leita í fréttum mbl.is

Vonin sem brást ekki.

Það var heillaspor fyrir Ísland,að gerast stofnaðili að NATO friðarbandalagi lýðræðisþjóða í Evrópu og Ameríku 1949.

Eftir lok síðari heimstyrjaldar horfðu lýðræðisríkin í Vestur Evrópu upp á það hvernig kommúnistarnir í Sovétríkjunum brutu hvert land af öðru undir ánauð sína. Hernaðarvél Sovétríkjanna var þá sterk og einstök þjóðríki í V.Evrópu gátu ekki varist Sovétríkjunum ein síns liðs. Til að tryggja frið og öryggi í álfunni var því nauðsynlegt að stofna sameiginlegt varnarbandalag vestrænna ríkja,til að tryggja lýðræðislega stjórn frjálsra og fullvalda ríkja og grundvallarmannréttindi.

Á þeim tíma var það yfirlýst stefna Sovétríkjanna, að stuðla að byltingu undir forustu kommúnista hvar sem væri í heiminum til að ná því endanlega markmiði að öll heimsbyggðin lyti valdi og oki kommúnismans.

Mín kynslóð skiptist í fylkingar um NATO og gildi vestræns lýðræðis gegn ógnarstjórn kommúnismans. Fátt hafði meiri áhrif varðandi það hvar fólk skipaði sér í stjórnmálaflokk á þeim tíma

Þrátt fyrir að íslenskir kommúnistar hafi reynt með grófri valdbeitingu að koma í veg fyrir að Ísland gengi í NATO þá tókst þeim það ekki. Þá var við stjórnvölin utanríkisráðherra sem var fasælasti stjórnmálamaður síðustu aldar, Bjarni Benediktsson, sem hvikaði hvergi í afstöðu sinni og sagði síðar að hann hefði ekki unnið þarfara verk en það á stjórnmálaferli sínum. 

Við sem vorum ákveðnir stuðningsmenn vestrænnar samvinnu og varnarbandalags vestrænna ríkja NATO þurftum að heyja marga harða rimmu við 5.herdeild kommúnista hér á landi, sem börðustu hatrammlega gegn veru Íslands í NATO og varnarsamningsins við Bandaríkin. Þeir hafa þurft að horfa upp á það, að allt sem þeir sögðu og börðust fyrir var rangt og hafa margir viðurkennt það, en sumir halda áfram baráttu gegn vestrænu lýðræði á öðrum forsendum en áður og því miður eru þeir æði margir sem telja rétt að halda áfram að hafa rangt fyrir sér í utanríkismálum.

Þrátt fyrir að NATO hafi tekist ætlunarverk sitt í75 ár og tryggt frið og öryggi í okkar heimshluta, þá eru ýmsir váboðar á lofti og við megum ekki gleyma því sem skáldið góða Tómas Guðmundsson sagði í kvæði sínu árið 1948: 

Og ofbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd,

fær hvergi dulist, hve títt sem hún litum skiptir.

— Í gær var hún máske brún þessi böðulshönd,

sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir.

Við þurfum alltaf að horfa á það með raunsæi hvaða ógn steðjar að lýðræði og mannréttindum frjálsra þjóða. Sú böðulshönd  sem nú ógnar mest friði og öryggi í heiminum er klerkastjórnin í Íran, sem stundar undirróðursstarfsemi allsstaðar þar sem hún getur því við komið og ber ábyrgð á þeim átökum sem nú geisa í Mið-Austurlöndum. 

NATO ríkin verða að standa einörð gegn þursaríkinu Íran ekkert síður en hinu þursaríkinu Sovétríkjunum forðum. Þá voru vestrænir stjórnmálamenn ekki í vafa um að við yrðum að standa einörð og hvika hvergi, en því miður er því ekki þannig farið í dag og pólitískir afleikir bæði Obama og nú Joe Biden hafa verið afdrifaríkir. 

Stofnendur NATO gengu ekki að því gruflandi, að þú breytir ekki tígrisdýri í jurtaætu með því að fleygja til þess kjötbitum, en því miður virðist Joe Biden og ýmsir aðrir vestrænir leiðtogar telja, að nú sé einmitt svo komið að þeir geti með undanlátssemi sigrað hið illa.  Það hefur aldrei gerst og NATO ríkin og aðrir sem unna mannréttindum, sjálfstæði friði og fullveldi þjóðríkja verða að standa fast á því að við hvikum hvergi fyrir ofbeldinu ekkert frekar en við stóðum fast við sannfæringu okkar og hvikuðum hvergi gegn útþennslustefnu og ofbeldi kommúnistanna í Sovétríkjunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eftir allt Sovét stappið, þá eru Rússar í mjög nánum tengzlum við hversu stórt landsvæði þeir geta tekið.

Og þeir segja það alveg.

Ítök er annað.  Þeir eru að ná ítökum um allar tryssur nú, sem vesturlönd eru óðum að tapa.  Aðallega með fúski, virðist vera.

USA hefur einhvern erótískan áhuga á að ráðast inn í Íran.  Það er óskiljanlegt.  Þetta veldur betri tengzlum Írans við Rússa, sem virðast ekki jafn ruglaðir.

Rússar munu líklega líka ná ít0kum - ekki yfirráðum - yfir landsvæðunum sem Frakkar eiga núna, en munu fljótt missa.  Vegna þess að Frakkar eru með leynd með miklu meiri hernaðarumsvið í Úkraníu en opinberlega er viðurkennt.  Þegar allt það lið er búið, þá fara nýlendurnar, því þeir halda þeim bara með ofbeldi.

Ekki sniðugt.

Kínverjar eru líka með gífurleg umsvif í Afríku - en Rússar bjóða betri díl.

Rússar eru alveg þekkt stærð í Afríku, það er þeim að kenna að allt er vaðandi í sovét vopnum þar.

Það var mikill afleikur að fara í viðskiftastríð við Rússa.  Bara vegna staðsetningar þeirra, þó ekki annað.

Á sama tíma hafa NATO ríkin verið að kryppla sjálf sig með Marxisma.  Þau afvopna almenning, fæla menn frá herþjónustu, rústa eigin hagkerfum.

10-15 ár af ESG og CBDC munu eyða vesturlöndum svo að þau munu þrá innráss frá Rússlandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.4.2024 kl. 17:33

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er skömm að veru Íslenska Lýðveldisins í þessu lyga og morða bandalagi, og var strax í upphafi. Skammarlegt að Quislíngar "þjóðarinnar" eru einhuga um að vera í þessari glæpaklíku.

Guðjón E. Hreinberg, 4.4.2024 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 2298387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband