Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk óþrif.

Ég minnist þess að hafa setið við fótskör Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann talaði um þau óþrif sem pólitískar stöðuveitingar væru á Íslandi það ætti að ráða fólk á faglegum grundvelli. Ég man að Bjarni sagði það þarf að þvo þessi óþrif af þjóðinni.

Nú er öldin önnur og líðin tæp 40 ár.  Þessa dagana og um áramótin voru ráðherrar iðnir við póitískar mannaráðningar. Árni Mathiesen féll á prófinu þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson

Nú fellur Össur Skarphéðinsson á prófinu. Hann og flokksmenn hans eru raunar þekktir fyrir að misnota vald í þessum tilgangi þegar þeim hentar og þeir hafa tækifæri til.

Mér finnst ansi langt í að draumsýn farsælasta og framsýnasta stjórnmálaleiðtoga okkar á 20. öldinni Bjarna Benediktssonar rætist en að því verða allir réttsýnir menn að vinna. Við verðum að gera þær kröfur til stjórnvalda að þau  afgreiði málin faglega en rugli ekki í biðröðinni eftir flokkslínum eða frændgarði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Guðni er gamall skólafélagi minn úr MR, vel gerður og heilsteyptur og greindur drengur. Þetta er án efa toppmaður. Enuff said.

Baldur Fjölnisson, 8.1.2008 kl. 23:04

2 identicon

Þú segir:

-Nú fellur Össur Skarphéðinsson á prófinu. Hann og flokksmenn hans eru raunar þekktir fyrir að misnota vald í þessum tilgangi þegar þeim hentar og þeir hafa tækifæri til. -

Hvaða dæmi áttu hér við minn  kæri? Ertu að ruglast á flokkum?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Landfari

Ég þekki engann þessara manna sem ráðnir hafa verið og heldur ekki hina sem ekki fengu. Tek þess vegna ekki afstöðu í þessum ráðningum.

Hitt finnst mér skrítið að engin umfjöllum er um það vald sem þessi hæfisnefnd vill taka sér um að raða umsækendum í röð. Svo er hneikslast ef ráðherra geri ekki eins og nefdin hefur lagt fyrir hann. Mér hefur skilst að hlutverk nefndarinnar samkvæmt lögum sé að meta hvort einstklingurinn sé hæfur eða ekki. Svo sé það ráðherra að skipa í stöðuna.

Persónuleg finst mér það of mikil völd sem ráðherra hefur að geta einn ráðið þegar valið er í hæstarétt. Þar finnst mér að aukinn meirihluti alþingis ætti að samþykkja stöðuveitingar.  Það er svo mikið í húfi að hæstiréttur sé hafinn yfir allan vafa um allt.

Landfari, 9.1.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 988
  • Sl. sólarhring: 1129
  • Sl. viku: 8442
  • Frá upphafi: 2312703

Annað

  • Innlit í dag: 933
  • Innlit sl. viku: 7823
  • Gestir í dag: 897
  • IP-tölur í dag: 863

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband