Leita í fréttum mbl.is

Dregur Kárahnjúkavirkjun að sér ferðamenn?

Það var athyglivert að lesa um það í Fréttablaðinu í vikunni að Kárahnjúkavirkjun hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Austurlandi.  Sagt er frá því að Kárahnjúkavirkjun sé orðin að vinsælum áfangastað ferðamanna innlendra sem erlendra.  Þá er haft eftir ferðamálafrömuðum á Austurlandi að erlendir ferðamenn fari líka töluvert til að skoða Álverið í Reyðafirði. 

Því var ekki spáð að Kárahnjúkavirkjun eða Álverið í Reyðafirði yrði aðdráttarafl fyrir ferðamenn.  Hvað veldur að ferðamann vilja skoða virkjun og álver? 

Það er gaman að skoða mannvirkin við Kárahnjúka hvort heldur fólk er með eða móti.   Þessi umfjöllun bendir þó til að þeir sem hafa haldið því fram að virkjunin og álverið fyrir austan hafi haft rangt fyrir sér. Ferðamennska og stóriðja virðist geta farið saman. 

Vafalaust eru einhverjir sem hafa heyrt af neikvæðum áróðri gegn virkjun og álvinnslu og vilja sjá af eigin raun hvort verið er að drekkja landinu eins og Steingrímur J. Sigfússon hefur haldið fram. Sjón er sögu ríkari og þeir sem fara og sjá mannvirkin fyrir austan sjá að flest sjónarmið og rök harðasta andspyrnufólksins geng virkjun og vinnslu eiga ekki við rök að styðjast.

Annars man ég ekki eftir raforkuveri eða stóriðjuframkvæmd sem að hefur ekki mætt mikilli andstöðu hefðbundinna vinstri mótmælenda.

Hvað með Blöndulón? Er það til mikils skaða í náttúrunni eða varð sá hluti landsins sem var græddur upp í tengslum við Blönduvirkjun og lónið til aukinnar prýði eða til skaða? Hvort skyldu nú koma fleiri ferðamenn núna á þann stað og til að skoða Blöndulónið en fóru þarna um áður en virkjunin var reist?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir punktar hjá þér, það mætti líka benda á að Sviss eru búnir að virkja nánast öll fallvötn hjá sér og ekki virðist það hafa haft áhrif á Ferðamanna straum þangað,

Þórisvatn er gott dæmi, ég þakka landsvirkjun, þarna er gaman að veiða hvort sem er yfir vetur genum ís eða að sumritil 

arnbjorn (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:39

2 identicon

Við skulum heldur ekki vanmeta áhrif stærstu framkvæmda Íslandssögunnar, í mestu þennslu íslandssögunnar, á gjaldmiðilinn. Því jú, þeim mun veikari gjaldmiðill þeim mun ódýrara er fyrir ferðamenn að komast til íslands og enn fleiri geta skoðað urðina. synd að virkjunin sjálf skili okkur svona littlu í allri orkukreppunni. Og talandi um kreppu vorum við ekki að fara að mala gull.

Það væri gaman að vita hvað dregu rerlendaferðamenn hingað? stenst þessi færsla skoðun???? Alveg örugglega ekki.

Andrés Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 15:49

3 identicon

Ég á vin erlendis sem langar til að koma til Íslands.  Hvað skyldi hann svo vilja skoða?  Ég talaði við hann á skype um daginn og hann sagði það beint út  að þegar að hann kemur þá vill hann fá að sjá Kárahnjúkavirkjun. til gamans má  geta þess að þessi maður er mikill umhverfisverndunarsinni.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Vitað mál frá byrjun, en það var bara ekki PC að segja frá því eða tala um það. Kárahnjúkavirkjun voru bara mistök og íbúar svæðisins áttu bara að fara týna fjallagrös og semja ljóð skv. Fjallagrasa-Jóni og félögum hans í umhverfisfasistaflokknum.

Svona stór mannvirki verða alltaf vinsælir ferðamannastaðir, svo einfalt er það.

Voru einhverjir að undrast yfir því af hverju upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn var starfrækt þarna upp frá allan tíman. 

Guðmundur Björn, 3.7.2008 kl. 20:08

5 identicon

Þórðargleðin er mín. Það er bráð fyndið að hlusta á fjallagrasalummu hægrimanna. Því virkjunin er byrjuð að "mala gull" og samt höfum við verið aldrei nær því að fara í sauðskinsskónna og inní torfbæinna. Þessi aumingjaháttur hægrimanna um að gefa verðmæti til erlendrafyrirtækja er ekki nýr af nálinni. Þurfum við að ræða landhelgismálin? Kanski að Íslendingar verðskuldi gjaldþrotið.

Andrés Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 1524
  • Sl. viku: 7835
  • Frá upphafi: 2309542

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 7159
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband