Leita í fréttum mbl.is

Kærar þakkir

Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komu við opnun kosningaskrifstofu minnar í Síðumúla 35. Mér fannst einstaklega ánægjulegt að þeir Friðrik Sóphusson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skyldu flytja góðar ræður og kveðjur við opnunina.

Við Friðrik áttum samleið allan þann tíma sem ég var í Sjálfstæðisflokknum og eigum enn.  Ég tók við af honum sem formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna en andstæðingur minn í þeirri kosningu var einmitt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Menn kynnast iðulega vel mannkostum manna þegar þeir eiga þá fyrir andstæðinga og þrátt fyrir að við Vilhjálmur ættum ekki alltaf samleið á sínum tíma í Sjálfstæðisflokknum þá tókst með okkur ágæt vinátta sem hefur staðið óháð því hvernig pólitíkin hefur verið og þó gefið hafi stundum á bátinn og nokkrar væringjar verið með mönnum.

Ég vil líka nota tækifærið til að þakka þeim sérstaklega sem gerðu það mögulegt að skrifstofan var opnuð á réttum tíma með þeim glæsibrag sem um var að ræða. Undirbúningurinn var í góðum höndum konu minnar og vina. Okkur Mörtu langar sérstaklega að þakka vini mínum Jóni Magngeirssyni sem alltaf klárar öll verkefni með miklum glæsibrag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru þeir kumpánar ekki síðustu Móhíkanarnir í Laizzes Faire trúboðinu. Svoan Ásatrúarmenn í fjármálalegu tilliti í dag. Fuss og svei.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 19:26

2 identicon

Sæll Jón, kom ekki á opnunina.

En segðu mér hvaða stefnu þú munt standa fyrir varðandi eignarhald á fiskveiðiheimildum.

Jens Jensson 

Jens Jensson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 19:30

3 Smámynd: Indriði H. Indriðason

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.

Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indriði H. Indriðason, 4.3.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Jón Magnússon

Jens komdu á skrifstofuna og þar sérðu hver áherslumálin mín eru. Ef til vill eigum við samleið.

Jón Magnússon, 4.3.2009 kl. 23:13

5 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Steinar ég átta mig ekki allskostar á því hvað þú átt við. Ef þú ert að tala um mig, Vilhjálm og Friðrik þá hefur þú eitthvað misskilið þær áherslur sem ég og fleiri hafa í þjóðmálum.

Jón Magnússon, 4.3.2009 kl. 23:15

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég þakka fyrir ánægjulega stund á opnunardegi skrifstofunnar.  Gaman að hitta ykkur Mörtu og fjölmarga aðra.  Gangi þér vel Jón.

Ágúst H Bjarnason, 6.3.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 712
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 4365
  • Frá upphafi: 2300460

Annað

  • Innlit í dag: 663
  • Innlit sl. viku: 4085
  • Gestir í dag: 649
  • IP-tölur í dag: 626

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband