Leita í fréttum mbl.is

Réttlæti?

Hundruðir milljarða af peningum skattgreiðenda voru notaðir til að tryggja innistæðueigendum í bönkum allar innistæður sínar. Langt umfram lagaskyldu. Peningar almennings eru notaðir fyrir þá sem eiga. Meir en hundrað milljarðar af peningum skattgreiðenda voru notaðir til að tryggja hærra greiðsluhlutfall úr ýmsum sjóðum bankanna sem skattgreiðendur báru enga ábyrgð á.

Ríkisbankarnir ætla að afskrifa milljarða á ákveðin fyrirtæki og láta þá sem ráku fyrirtækin í þrot og hafa valdið skattgreiðendum milljarða tjóni reka þau áfram.

Ríkisbankarnir og ríkisstjórn ætla ekki að nota peninga skattgreiðenda fyrir venjulegt fólk sem  skuldar til að koma í veg fyrir rán verðtryggingarinnar  eða gengisránið vegna lána í erlendri mynt.

Tekið er frá þeim sem skulda til að greiða fyrir þá sem eiga. Þannig er  birtingarmynd réttlætis félgashyggjuríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég hefði haldið að í bankahruni væru það þeir sem ættu peninga í bönkunum sem töpuðu peningum, en ekki þeir sem skulda peninga.

En hér er þessu alveg öfugt farið og sem afleiðing af neyðarlögunum á jafnvel Icesave bullið að lenda líka á þeim sem skulda.

Sturla Snorrason, 4.11.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góð ábending hjá þér, Jón, og varðandi upphaf Icesave-málsins og án þess að ég sé neitt að réttlæta herför Breta á okkar hendur, held ég að það hafi ekki virkað neitt vel á þá félaga Brown og Darling þegar fyrir lá að það átti að mismuna stórlega innistæðueigendum eftir þjóðerni.

Ég var staddur í Bandaríkjunum þegar ummæli Davíðs í Kastljósþættinum fræga var í öllum ljósvakamiðlum þann daginn og féllu ekki í góðan jarðveg.

Ómar Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta eru nú engin ný sannindi og þú sjálfur tókst þátt í þessari ákvörðun og verknaði.

Kristbjörn Árnason, 5.11.2009 kl. 07:01

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég tek undir með ykkur Sturla og Ómar ég sé ekki annað en þið deilið þessum skoðunum með mér.

Jón Magnússon, 5.11.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Jón Magnússon

Kristbjörn ég veit ekki alveg hvað þú átt við. Ég var með verulega fyrirvara vegna neyðarlaganna  og athugasemdir við þau eins og fram kemur m.a. í minni hluta nefndaráliti sem ég stóð að.  Alþingi hafði síðan ekkert með að gera framlag til t.d. peningamarkaðssjóða eða annarra það var framkvæmt án atbeina Alþingis hvernig svo sem það var gert það er annað mál. Þannig að það er rétt Kristbjörn að þetta eru ekki ný sannindi og ekki verið að setja þau fram þess vegna.

Jón Magnússon, 5.11.2009 kl. 09:47

6 Smámynd: Vantrú

Hundruðir milljarða af peningum skattgreiðenda voru notaðir til að tryggja innistæðueigendum í bönkum allar innistæður sínar.
Ef þú ert að tala um bankainnistæður, þá er þetta einfaldlega rangt.   Hundruðir milljarða af peningum kröfuhafa bankanna voru notaðir til þessa.

Vantrú, 5.11.2009 kl. 10:01

7 identicon

Þessi ákvörðun er samt alveg eins á ábyrgð sjálfstæðisflokksins, og grunar mig að þar hafi einmitt verið róið að því öllum árum að bjarka rétta fólkinu.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:57

8 identicon

Síðan hefði ég haldið að þú værir örlítið vandaðri maður en svo að fara með rangt mál.

Það var ríkistjórn Geirs Haarde sem gerði þessa gjörninga til hagsbóta fyrir yfirstétt landsins.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 11:02

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég var ekki að kenna stjórnmálalfokkum um eða flokkagera þessa færslu nema bara að því leyti að ekki skuli tekið tillit til hagsmuna skuldara Arthur. Þar hef ég verið með ákveðnar skoðanir allt frá því að neyðarlögin voru sett og setti þær fram bæði í ræðu og riti þar sem ég talaði um að fyrsta bæri verðtryggingu og færa niður gengislánin. Síðan er liðið rúmt ár og það sem gert hefur verið er kák eitt að mínu mati.

Jón Magnússon, 5.11.2009 kl. 15:52

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er ekki rétt hjá þér sem kallar þig Vantrú ef ekki hefði komið til yfirtaka ríkisins þá hefðu eignir bankanna líklega ekki dugað fyrir meiru en sem nemur lágmarkstryggingunni 20.887 Evrum á kennitölu.

Jón Magnússon, 5.11.2009 kl. 15:55

11 identicon

Til Vantrú: Er þetta alveg rétt áliktað. Innistæður eru jú forgangskröfur og ef ekki hefði verið hafður þessi háttur á að tryggja Íslenskum innistæðueigendum að fullu þeirra innistæður hefði ekki verið hægt að tryggja megnið af Icesave innistæðunum???

Á hverja hafa fallið kröfur vegna Icesave? Almenning á Íslandi ekki satt, hvers vegna voru sett á okkur hryðjuverkalög ,var það kanski vegna neyðarlaganna og eindregins vilja okkar til að borga  úr sjóðum Landsbankans til valinna viðskiftavina?

Ef þú veist svörin við þessu getur þú mögulega hjálpað mér.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:59

12 identicon

Þakka þér fyrir svörin Jón , þetta er mjög í þeirri línu sem ég tel að hlutir liggja, rétt er það svo að eitthvað þarf að gera til að koma til móts við skuldara, en það er erfitt að gera það á nokkurn þann hátt sem leggst á ríkissjóð.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:09

13 Smámynd: Jón Magnússon

Mér sýnist við vera að mestu ef ekki alveg sammála Arthur. Ég vil undirstrika það að við verðum að rífa umræðunu upp úr flokkspólitískum hjólförum og víkja frá sérhagsmunum og spillingu óháð því hvar hún hefur þrifist.

Jón Magnússon, 5.11.2009 kl. 23:08

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það var ég sem ritaði innlegg undir nafninu Vantrú.   Sá það því miður ekki fyrr en nú þar sem athugasemdir fara ekki beintn í loftið hér.

Innlendar bankainnistæður voru færðar yfir í nýju bankana, erlendar skyldar eftir í þeim gömlu.

Samkvæmt eldri lögum hefðu eignir bankans skipts jafnt á milli innistæðueigenda og kröfuhafa bankans, neyðarlögin settu innistæður hér á landi í forgang.  Aðrir kröfuhafar tapa.

Matthías Ásgeirsson, 6.11.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1689
  • Frá upphafi: 2296249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1562
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband