Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Er þetta vinstra siðferðið?

DV greinir frá því í dag að vandlætingarpostulinn Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna taki merira fé úr ríkissjóði í húsnæðiskostnað en hann greiðir. Sé það löglegt þá er það alla vega siðlaust. Hvar er nú vandlæting vinstri grænna á misnotkun aðstöðu????????

Ef til vill fylgja þeir viðmiðun sem George Orwell segir frá í bók sinni "Animal Farm"  "Að sumar skepnur séu jafnari en aðrar.


Framsókn grefur sína eigin gröf.

Ruglun biðraða og misnotkun á almannafé er það sem eftir stendur af kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Þessi þreytti ríkishyggjuflokkur sem hefur hreiðrað svo vel um sig að flokksmönnum finnst að ríkið sé Framsóknar hefur sýnt það m.a. með eftirfarandi hætti í kosningabaráttunni.

Ráðherrar flokksins sérstaklega Sif Friðleifsdóttir hafa skuldbundið ríkissjóð og eytt milljörðum til að kaupa sér góðvilja á síðustu vikum kosningabaráttunnar.

Jónína Bjartmars gat gert tengdadóttur sína að íslenskum ríkisborgara með því að fá vini sína til að rugla biðröðinni.

Tveir þingmenn Framsóknar í Reykjavík senda út flokksbréf á kostnað skattgreiðenda. Litlir fjármunir en slagar þó hátt í það sem Árni Johnsen var dæmdur fyrir að hafa tekið ófrjálsri hendi. Eiga að gilda önnur lög fyrir hann.

Kristján Hreinsson kvað:

Vart Framsókn mikið fylgi sér

Þótt fólk sé talið heppið,

þar subbuskapnum sjálfsagt er

sópað undir teppið.


Austurlandahraðlestin.

Austur Evrópu ríkin tóku forkeppni Eurovision með rosalegu trompi. Við verðum að sætta okkur við að okkar fólk komi heim og eigi þess ekki kost að láta ljós sitt skína í aðalkeppninni.  Mér hefur alltaf fundist að við ættum að senda Geirmund Valtýsson tvö til þrjú ár í röð á Eurovision. Gaman væri að sjá hvernig Skagfirska sveiflan rynni niður í Evrópubúa.

Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að breytingum.

Miðað við skoðanakannanir þá skiptir máli að Frjálslyndi flokkurinn fái sem besta kosningu því annars verður ekki um breytingar að ræða í íslenskum stjórnmálum. Til að fella ríkisstjórnina þurfa 8% Kjósenda að kjósa Frjálslynda flokkinn og atkvæði greitt Frjálslynda flokknum nýtist að fullu.

Kjósendur eiga þess kost að kjósa Frjálslynda flokkinn, borgaralegan hægri flokk sem mun gæta aðhalds og sparnaðar í ríkiskerfinu, beita sér fyrir skattalækkunum og laga velferðarhallann.

Frjálslyndi flokkurinn einn  býður fólki upp á hjálp til sjálfshjálpar og viðunandi kjör handa þeim sem þufa á velferðarkerfinu að halda.

 Frjálslyndi flokkurinn setur hagsmuni íslensku þjóðarinnar ofar öllu. Við erum eini flokkurinn sem nýtur ekki stuðnings neinna sterkra hagsmunaaðila og erum ekki skuldbundin neinum sérhagsmunum. Frjálslyndi flokkurinn er flokkur fólksins í landinu.


Kraftmikill talsmaður.

Magnús Þór Hafsteinsson sýndi það enn einu sinni í útvarpsumræðum á Rás 2 í dag þar sem efstu menn framboðslistana ræddu málin að hann er gríðarlega öflugur talsmaður Frjálslynda flokksins. Magnús Þór var án nokkurs vafa sterkastur í umræðunum og talaði tæpitungulaust um áherslumál Frjálslynda flokksins. Talsmenn Frjálslynda flokksins hafa staðið sig afburða vel í öllum umræðum á ljósvakamiðlum og á skilið að uppskera í samræmi við það. 

 Lokahnykkurinn er eftir það verða allir að gera sitt besta og muna þau gullvægu orð sem Ólafur Thors fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins sagði "Ef við vinnum þá vinnum við. Ef við vinnum ekki þá töpum við."  Við skulum vinna eins og við getum þangað til kjörstöðum verður lokað og uppskera í samræmi við það.


Ríkisreksturinn hefur þanist út:

Á síðustu 12 árum hafa útgjöld ríkisins aukist um 140 milljarða. Mest hlutfallsleg aukning hefur orðið í rekstri utanríkisráðuneytisins. Af hverju skyldi það vera. Aðallega vegna þess að það hefur þurft að koma fyrir stjórnmálamönnum sem nenna ekki að standa í baráttunni lengur og vilja fá þægilegt vel launað starf fyrir litla vinnu. Kosningabaráttan um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur líka kostað sitt.

Útgjöld utanríkisráðuneytisins voru tæpir 3 milljarðar í upphafi tímabilsins en eru tæpir 10 milljarðar nú.  Það vill þetta engin nema valdastéttin í landinu. Er ekki kominn tími til að breyta um stefnu og taka upp nútímalega utanríkisþjónustu.


Ómar Ragnarsson kærður.

Alveg er það með ólíkindum að einhver skuli allt í einu hafa fundið sig tilknúinn að kæra Ómar Ragnarsson fyrir umhverfisspjöll. Miðað við aðstæður og skýringar Ómars þá er hér um smjörklípuaðferð að ræða að koma einhverjum óþverra á andstæðing til að gera hann upptekinn af því að koma því af sér sem ekkert er.  Þessari aðferð hafa Sjálfstæðismenn beitt  með ágætum undanfarin ár og svo virðist sem nokkrir í öðrum flokkum hafi lært þessa illu siði af þeim.

Því miður er það svo að þeir sem gefa kost á sér til stjórnmálastarfa mega eiga von á því að fá á sig allskyns ávirðingar einkum þegar svo skammt er til kosninga að menn eiga ekki kost á að koma leiðréttingu á framfæri.

Þó svo að ég sé andstæðingur Ómars í þessum kosningum þá finnst mér of langt gengið að vega að honum með þessum hætti það er ómaklegt. Ég vona að íslensk stjórnmál þróist með þeim hætti að fólk njóti sannmælis og verði dæmt af málflutningi sínum en ekki fölskum eða ímynduðum og/eða affluttum ávirðingum.


Hvað með Schengen samstarfið?

Mér finnst vert að skoða hvort við höfum hagsmuni af því að vera í Schengen samstarfinu. Eins og málum er komið þá sýnist mér nauðsynlegt að við höfum skilyrðislausa vegabréfaskoðun.

Vegalaust fólk sem kemur inn í landið eftirlitslaust bendir til þess að það þarf að taka Schengen samstarfið til endurskoðunar.

Ég fæ ekki alveg komið auga á ávinningin af því að vera í Schengen miðað við stöðu mála í dag.


Góð tillaga frá Steingrími J.

Steingrímur J. Sigfússon var með góða tillögu á Stöð 2 í umræðuþætti formanna vegna ábyrgðarleysis og spillingar ráðherra síðustu daga sem hafa ætt um og lofað hægri vinstri mörgum milljörðum úr ríkissjóði. Það verður að setja skýr ákvæði sem banna svona athæfi.  Svona misnotkun á peningum skattborgaranna í kosningabaráttu er fordæmanleg og sýnir fram á þá spillingu sem stjórnarliðið telur sæmandi að viðhafa.

Viðræðuþáttur formannana var skemmtilegur og tilbreyting að taka hvern formann í sérstaka yfirheyrslu en það skilar meiru en hópumræðurnar. Ég er ekki sammála spekingunum sem dæmdu um frammistöðu þeirra að Jón Sigurðsson hafi staðið sig verst. Hann kom máli sínu ágætlega til skila eins og raunar þau Ingibjörg, Steingrímur, Guðjón, Jón og Geir gerðu öll. Þau tala öll af fullri skynsemi og spurningin er þá hvaða kosti vilja kjósendur.

Frjálslyndi flokkurinn býður upp á skýrustu valkostina. Lagfærum velferðarhallann. Tryggjum öryrkjum og öldruðum viðunandi lífskjör. Afnemum núverandi kvótakerfi og færum auðlindirnar til þjóðarinnar. Stjórnum því hverjir og hvað margir setjast hér að. Afnemum verðtryggingu og byggjum gróskumikið samfélag fólks sem býr við sambærileg lánakjör og sambærilegt matarverð og fólk í nágrannalöndum okkar.


Skoðanakönnun á Stöð 2

Skoðanakönnun sem birt var í umræðuþætti formanna stjórnmálaflokkana í kvöld á að sýna okkur Frjálslyndum að það skiptir öllu máli að herða baráttuna síðustu daga fyrir kosningar. Frjálslyndi flokkurinn var ekki nema með 3 þingmenn samkvæmt könnuninni en þarf að fá fleiri til að hafa veruleg áhrif í íslensku þjóðfélagi.

Skoðanakönnunin sem er brotin niður á kjördæmi er vafasöm af því að þar eru skekkjumörkin orðin verulega mikil. Þó að ég ætti að vera ánægður með mína stöðu miðað við niðurstöðuna þá er ég það ekki vegna þess að það þurfa að komast fleiri Frjálslyndir að.  Ég tel að það verði að skoða SV og Reykjavíkurkjördæmi í heild til að fá rétta niðurstöðu.

Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins er gríðarlega öflugur þingmaður og hefur verið boðinn og búinn til að aðstoða alla í baráttunni og geldur e.t.v. fyrir það að hafa lagt höfuðáherslu á heildarbaráttu flokksins en  minni á eigin hagsmuni. Alla vega gerir hann það skv skoðanakönnuninni.  Reykvíkingar Magnús Þór varaformaður Frjálslynda flokksins er heiðarlegur góður þingmaður og hann á skilið stuðning.  Reykvíkingar eiga ekki kost á mörgum jafngóðum þingmönnum og Magnúsi Þór Hafsteinssyni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 229
  • Sl. sólarhring: 376
  • Sl. viku: 7182
  • Frá upphafi: 2313911

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 6628
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 181

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband