Leita í fréttum mbl.is

Sjónhverfingar forsćtisráđherra

Á Alţingi í dag dró Jóhanna Sigurđardóttir upp hátíđarmynd af árangri ríkisstjórnarinnar sem raunar er álíka áţreifanleg og kanína sem töframađur dregur upp úr hatti ţegar betur er ađ gáđ.

Í fyrsta lagi sagđi hún ađ vegna ađgerđa ríkisstjórnarinnar vćri atvinnuleysi nú komiđ niđur í 7.5%. Ţetta telur forsćtisráđherra vera árangur og ţađ í landi ţar sem atvinnuleysi hefur lengst af ekki mćlst nema á billinu 1-3%. En sjónhverfingin er sú ađ hér er einungis vísađ til atvinnuleysisins eins og ţađ er yfir háannatímann í íslensku samfélagi. Hvađ verđur ţá atvinnuleysiđ í nóvember fyrst ţađ er svona núna? Hvađ höfum viđ flutt út margar vinnandi hendur?  Nú vćri nćr ađ spyrja hvađ mundi atvinnuleysiđ vera mikiđ hefđi ríkisstjórnin ekki ţvćlst fyrir nýframkvćmdum. Atvinnuleysiđ er ţetta ţrátt fyrir ríkisstjórnina en úr ţví hefur ekki dregiđ vegna hennar. En óneitanlega er dökkt framundan og úrrćđi ríkisstjórnarinnar eru engin í atvinnumálum.

Í annan stađ hrósar Jóhanna sér af ţví ađ dregiđ hafi úr verđbólgu úr 18.6% í 4.5%. Ţađ er afleiđing af ţví ađ viđ búum í dag viđ fastgengisstefnu sem er haldiđ uppi međ gríđarlegum höftum og verđlag sérstaklega á húsnćđi hefur lćkkađ verulega. Hins vegar eru framundan verulegar hćkkanir ţví miđur og ţess vegna er ţetta einungis svikalogn á undan verđbólgustormi vegna ađgerđarleysis ríkisstjórnarinnar.

Í ţriđja lagi talar forsćtisráđherra um ađ gengi krónunnar sé ţađ sterkasta í eitt og hálft ár einmitt sama dag og krónan gaf eftir fyrir öđrum gjaldmiđlum og lćkkađi ţannig ađ stađhćfingin var röng og ţađ ţrátt fyrir ađ gengisfölsunarstefna Seđlabanka Íslands sé í fullum gangi.

Í fjórđa lagi segir forsćtisráđherra ţađ verulegan árangur ađ stýrivextir Seđlabankans hafi lćkkađ úr 18% í 7% á tímabili ríkisstjórnar hennar. En hvađ er ţađ mikiđ ef verđbólga er reiknuđ inn eins og Jóhanna talar um. Sé eingöngu miđađ viđ tölur forsćtisráđherra ţá voru stýrivextirnir mínus 0.6% miđađ viđ verđbólgu í upphafi viđmiđunartímabilsins en eru nú 2.5% yfir verđbólgu. 

Forsćtisráđherra talar ekki um skjaldborg heimilanna nú á sama tíma og tilkynningar um nauđungaruppbođ ţekja heilu blađsíđur dagblađa. Hún talar ekki um verđtryggingarfáriđ. Hún talar ekki um ađgerđir til ađ koma í veg fyrir sjálftöku ýmissa hópa á opinberu eđa hálfopinberu fé.

Ţađ er auđvelt ađ berja sér á brjóst um miđjan uppskerutímann og benda á hvađ kartöflugrösin eru grćn og falleg. En ţađ ţýđir ekki ađ uppskeran verđi í samrćmi viđ ţađ.

Međ hvađa hćtti ćtlar ríkisstjórnin ađ spara ţannig ađ ríkissjóđur verđi rekin hallalaust? Ţađ getur ríkisstjórnin ekki.

Međ hvađa hćtti ćtlar ríkisstjórnin ađ gćta ađ hagamunum skuldara ţannig ađ ţeir verđi ekki sviptir eignum sínum vegna ranglást lánakerfis? Ţađ verđur ekki gert.

Međ hvađa hćtti ćtlar ríkisstjórnin ađ gćta hagsmuna neytenda? Ţađ gerir hún ekki og fer međ Jón Bjarnason í broddi fylkingar ofurtollheimtumanna.

Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvađ Jóhanna mun ţakka sér fyrir í áramótaávarpinu verđi hún ennţá forsćtisráđherra ţegar ţar ađ kemur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í USA voru íbúar taldir vera 295,734,134 í júlí 2005. Ef ţess tala fćri niđur í 267,000,000 á nokkrum mánuđum ţá kćmi ţađ örugglega koma fram í heimsfréttum  og myndi alls ekki auka virđingu fyrir stjórnsýslunni ţar.

Íslendingar hafa greinlega lítinn skilning á samanburđarhlutföllum.

10% fćkkun veldur sjálfkrafa um 11% hćkkun á ţjóđartekjum á haus.  20% Íslendinga geta séđ um ađ afla útflutningstekna. Hagstćđast í augum alţjóđafjárfesta vćri ef hér byggju í mesta lagi um  120.000 manns. 

Júlíus Björnsson, 2.9.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í atvinnuleysistölum er varla talinn međ sá fjöli, sem nú er á bótum og munsstrađur í eitthvert platátaksverkefniđ eđa endurmenntun á kostnađ ríkisins.  Ţađ er náttúrlega gott ađ hćgrćđa tölum ţannig. Megniđ af atvinnuleyingjum er í einhverkonar atvinnubótavinnu eđa námi, sem telst ekki inn í atvinnuleysistölur.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2010 kl. 04:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 952
  • Sl. viku: 4548
  • Frá upphafi: 2300720

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4262
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband