Leita í fréttum mbl.is

Sjáandi sjá ţau ekki. Heyrandi heyra ţau ekki.

Forsćtis- og fjármálaráđherra virđast hvorki sjá né heyra mikilvćgustu skilabođin um ţađ sem er ađ gerast í ţjóđfélaginu. Í gćr hélt Jóhanna Sigurđardóttir dćmalausustu rćđu sem nokkur forsćtisráđherra hefur haldiđ í samrćmi viđ greinaflokk fjármálaráđherra  "Landiđ tekur ađ rísa".

Stundum hefur ţjóđin átt  talnaglöggt fólk eins og á sínum tíma Sölva Helgason sem reiknađi barn í konu. Einnig áreiđanlegt fólk eins og Vellygna Bjarna sem sagđi m.a. sögur  af ţví  ţegar hann atti kappi viđ Drottinn allsherjar og hafđi ađ sjálfsögđu betur.

Yfirlýsingar og hreystiyrđi  Jóhönnu og Steingríms um hve vel miđi og allt sé nú međ öđrum tón en áđur í fjötrum Íhalds og Framsóknar eru í góđu samrćmi viđ reikningskúnstir Sölva Helgasonar og frásagnir Vellygna Bjarna.

Hagstofan segir okkur samt ađ um samfellt samdráttarskeiđ hafi veriđ ađ rćđa áriđ 2009 og fyrstu mánuđi ársins 2010. Samdráttur landsframleiđslu áriđ 2009 varđ 6.8% og fyrstu 6 mánuđi ársins 2010 er samdráttur landsframleiđslu 7.3%.  Ţađ ţýđir líka ađ lífskjörin í dag eru ađ verulegu leyti skuldsett annars vćru ţau til muna verri vegna ţessa gríđarlega samdráttar.

Ţjóđir heims miđa viđ ađ sé landsframleiđsla neikvćđ í 3 mánuđi í röđ ţá sé kreppuástand. Hér hefur samdráttur landsframleiđslu veriđ samfelldur í 18 mánuđi en Jóhanna og Steingrímur tala um ţađ sem sérstakan árangur ríkisstjórnarinnar.

Ţví miđur er ađ sannast ađ kreppan verđur verri en hún hefđi ţurft ađ vera vegna óhćfrar ríkisstjórnar. Hvort sem okkur líkar betur eđa verr ţá er ástandiđ grafalvarlegt ţví miđur.

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/09/03/3_1_prosent_samdrattur/

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ţađ lćđist ađ manni sá grunur ađ ţetta 18 mánađa kreppuástand hafi haft ađdraganda.

Og nú rifjast upp fyrir mér ađ einn af fáum sem taldi sig sjá í hvađ stefndi ţá og varađi viđ ţví fyrir daufum eyrum hafi veriđ ţú.

Og ekki man ég betur en ađ spakir menn hafi fundiđ hjá sér hvöt til ađ setja ofan í viđ ţig ţá og haft sig í frammi viđ ađ tala niđur til ţín.

Eftir situr ţó ađ til ţess verđur ađ ćtlast ađ sú ríkisstjórn sem nú situr rćđi alvörumál af alvöru.

Eins og öllum ber ćvinlega ađ sjálfsögđu ađ  gera.

Árni Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já Árni ţađ er ţví miđur lenska hjá stjórnendum ţessa lands ađ hafa ađvaranir og stađreyndir efnahagslífsins ađ engu og reyna ađ slá ryki í augu fólksins í landinu. Í Bandaríkjunum talar Obama um ţađ sem vond tíđindi ţegar hagvöxtur dregst saman einn mánuđ eđa fleiri og talar um ađ ríkisvaldiđ ţurfi ađ beita sér fyrir ađgerđum til ađ koma í veg fyrir verri samdrátt.

Ţví miđur Árni sér mađur nú ađ fólkiđ í landinu vill ekki hlusta á váleg tíđindi heldur dansa hrunadansinn á enda. Ţannig var ţađ allan síđasta áratug ţegar ég, ţú og fleiri bentum á hvert stefndi. Ţó ég hafi aldrei búist viđ algeru bankahruni eins og varđ ţá var ljóst ađ krónan hlaut ađ falla og samdráttarskeiđ ađ taka viđ af skuldsettu framkvćmdaskeiđi.

Jón Magnússon, 4.9.2010 kl. 10:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1696
  • Frá upphafi: 2296256

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1569
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband