Leita í fréttum mbl.is

Uppgötvun Jóhönnu

Það var athyglivert að heyra það  í hádegisfréttum að forsætisráðherra hafði uppgötvað að stór hópur fólks ætti í skuldavanda.  Hún sagði að nú þyrfti að skoða málin en vildi ekki segja hvað ætti að gera. Hefur Jóhanna virkilega ekki skoðað málin og liggja ekki staðreyndir fyrir hjá henni eftir samfellda setu í ríkisstjórn frá 2007 og þingsetu nokkru eftir að Úlfljótur og Grímur geitskór hættu á Alþingi.

Eftir að hafa hlustað á stefnuræðu forsætisráðherar og viðbrögð núna þá datt mér í hug það sem danska drottningin sagði í byrjun síðustu aldar þegar hún spurði af hverju fólk væri sósíalistar og var svarað að sumir væru ekki ánægðir með ríkisstjórnina og konunginn. Þá sagði drottningin. "Hvílíkt vanþakklæti og við sem höfum gefið fólkinu Tívolí." 

Þá eins og nú þá má upplýsa Jóhönnu um að fólk hvorki borðar né býr í sértækri skuldaaðlögun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur Jón, fátæk þjóð gæti bjargað sér, með frjálsum

handfæra veiðum, en Jóhanna gleymdi loforð sem

hún gaf Íslensku Þjóðinni, Frjálsar Handfæra Veiðar.

Hvernig getum við lagað minni Jóhönnu.

Aðalsteinn Agnarsson, 7.10.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Etv. hugsar hún eins og Marie Antonette, þegar hún sagði "let them eat grass" um hungraðan almúgann, þegar franska stjórnarbyltingin var í aðsigi.

Því miður kann ég ekki að segja þetta á frönsku, svo enskan verður að duga.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.10.2010 kl. 17:21

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það var víst ekki fyrr en hún fékk ómælt magn af fiskislori á tröppurnar hjá sér að hún áttaði sig á því að fólk var eitthvað ósammála henni. Svo hún ákvað að skoða málin aftur.

Þegar stjórnmálamenn þurfa lífvörð við hvert fótmál - þá er það sennilega vegna þess að þeir njóta ekki stuðning almennings. Það er með ólíkindum að konan átti sig ekki á þessu og segi af sér.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2010 kl. 21:01

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Hún sagði að nú þyrfti að skoða málin en vildi ekki segja hvað ætti að gera.

Kemur þetta einhverjum á óvart? Þetta er það sem ég skrifaði hér, sett fram í einni setningu.

Haraldur Hansson, 7.10.2010 kl. 22:28

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

flottur frasi. ( það er verið að vinna í þessu )!!!

Bergljót ! þú gætir líka sagt þetta á Islensku!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.10.2010 kl. 13:30

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Rétt Eyjólfur. Datt það einhvernveginn ekki í hug. Hvernig líst þér á "Setjum þau á beit"?

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 07:10

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Aðalsteinn með frjálsar handfæraveiðar. Raunar held ég að núverandi fiskveiðistjórnarkerfi og fiskveiðiráðgjöf rýri kost þjóðarinnar sem nemur um hundrað milljörðum á ári.

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 09:32

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér með lífvörðinn Lísa. Það geta verið þeir tímar að hið ágætasta fólk og stjórnendur þurfi lífvörð og sé vel hæft til að gegna störfum sínum.  Ég er hins vegar sammála þér að öðru leyti.

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 09:33

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er sama hér Bergljót franskan er ekki mitt sterka mál þó ég hafi haft besta frönskukennarann í Menntó þ.e. frú Vigdísi Finnbogadóttur

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 09:34

10 Smámynd: Jón Magnússon

Rétt athugasemd Haraldur. Ég vona að þú takir þetta ekki sem ritstuld hjá mér.

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 185
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 2851
  • Frá upphafi: 2298376

Annað

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 2657
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband