Leita í fréttum mbl.is

Nú ríða hetjur um héruð

Nú ríða sérkennilegar hetjur um héruð í líki þingmannanna Kristjáns L. Möller, Ólínu Þorvarðardóttur, Sigmundar Ernis Rúnarssonar og fleiri af sama sauðahúsi. Þessar hetjur hafa tekið sér stöðu með stofnunum í kjördæmum sínum gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í hópi þessara hugdjörfu þingmanna er Guðbjartur velferðar Hannesson sem sagði að ýmsu þyrfti að breyta í fjárlagafrumvarpinu.

Fyrir nokkru stóðu þessar sömu hetjur að því í Alþingishúsinu við Austurvöll í Reykjavík að leggja fram fjárlagafrumvarpið sem þau eru á móti heima í héraði.  Ekki nóg með það, Guðbjartur velferðar Hannesson var formaður fjárlaganefndar Alþingis sem hefur undirbúið og á mesta heiðurinn og/eða skömmina af fjárlagafrumvarpinu.

Fjárlagafrumvarp verður ekki til á einum degi og er ekki afrakstur eða hugarfóstur fjármálaráðherra eins. Mikil vinna fer fram í fjárlaganefnd Alþingis og áður en fjárlagafrumvarpið er lagt fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp er það kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna og lagt fram eftir að þeir hafa lagt blessun sína yfir frumvarpið. Hetjurnar í héraði og Gutti velferðar tala því með einum rómi á Alþingi en öðrum heima í héraði.

Nú eru það þingmenn Samfylkingarinnar til hægri og vinstri sem reyna að slá sig til riddara með því að berjast gegn eigin frumvarpi heima í héraði. Fróðlegt verður að sjá hvernig Jóhönnu Sigurðardóttur gengur að smala þessum hérum í Samfylkingunni til stuðnings við fjárlagafrumvarpið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Jón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.10.2010 kl. 00:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vindurinn blæs allur í sömu átt yfir sandinum en skyndilega verða til nornavendir og dansa hraðförum eftir sandinum og leysast svo upp, eins og þegar Steingrímur hastar á kettina fyrir Jóhönnu þá stillist allt að venju.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.10.2010 kl. 00:19

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég ætla bara að vona að hérunum gangi vel, ekki veitir af. Mér er alveg sama hvort þeir hafa mælt með frumvarpinu í þinginu, því betra er að sjá að sér seint en aldrei. Þessi heilbrigðisstefna er svo út í hött að maður nær varla upp í nefið á sér. Hvers á landsbyggðin eiginlega að gjalda?

Eru bara tómir vitleysingar í þessari blessuðu ríkisstjórn?

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 05:34

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðrún María

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 09:36

5 Smámynd: Jón Magnússon

Góð og skáldleg líking Hrólfur, en nú er spurning hver hastar á héranna hennar Jóhönnu

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 09:37

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að heilbrigðisstefnan sé út í hött, en ég tek ekki undir það að verið sé að ráðast á landsbyggðina.  Það er ekki eðlilegt að það megi enga kerfisbreytingu gera í heilbrigðismálum þó gríðarlegar breytingar hafi orðíð í þeim málum frá því að það heilbrigðisnet var ofið sem nú á að rifa á nokkrum stöðum. 

Ég hefði hins vegar haldið að ýmislegt annað væri brýnna að spara í útgjöldum ríkisins.

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 09:40

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heilbrigði og hérareið

heilmikið í gangi.

Þingmenn þrír þar fóru á skeið

þó sjá þá engan langi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 2416
  • Frá upphafi: 2298389

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2250
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband