Leita í fréttum mbl.is

Ramses III. og Móses

Fundist hefur merkisteinn Ramses III í norðvesturhluta Saudi Arabíu. Þessi fornleifafundur er merkilegur og sýnir að veldi Egypta hefur teygt sig allt austur til Saudi Arabíu á valdatíma Ramsesar III sem kallaður hefur verið síðasti mikli Faraóinn. Hann ríkti á árunum 1187 til 1156 fyrir Krist.

Ramses III þurfti að berjast við ýmsa en mesta baráttan var við fólkið sem kom frá sjónum eins og Egyptar kölluðu það, en þar gæti verið um að ræða fólk af grísku eyjunum sem flúði náttúruhamfarir og neyð eftir sprengigosið á Santorini sem hafði í för með sér hrun Krítversku menningarinnar.  Eftir að Ramses III hafði sigrað fólkið sem kom frá hafinu þá virðist sem tekist hafi að semja frið við það og þetta fólk nam land á strandsvæðum Palestínu.  Þetta voru Filistarnir sem mikið er talað um í Gamla Testamenntinu.  Raunar þýðir nafnið Palestína, Filista land.

Nokkuð góðar sagnfræðilegar heimildir eru um stjórnarár Ramsesar III og það liggur fyrir að Egyptar stjórnuðu á hans tíma auk Egyptalands allri Palestínu og sennilega stórum hluta Sýrlands og að því er virðist miðað við síðasta fornleifafund hefur veldi þeirra teygt sig á þessum tíma allt inn í Saudi Arabíu.

En hvar var þá Móses og Ísraelsmenn?  Miðað við sagnfræði og fornleifafræði hvar er þá pláss fyrir Móses og flótta Gyðinga frá Egyptalandi? Eyðimerkurgönguna í 30 ár o.s.frv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Hérna er ágætis grein með hugmyndir varðandi þetta, sjá: https://www.amazingdiscoveries.org/egypt-and-the-bible.html

Mofi, 8.11.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það. Þetta er ágætis grein þó hún orki að hluta til tvímælis sagnfræðilega.

Jón Magnússon, 9.11.2010 kl. 08:54

3 Smámynd: Mofi

Það var lítið, aðeins áhugaverð hugmynd. Það er fátt sem orkar ekki tvímælis, fátt er þannig að allir eru sammála um það.

Mofi, 9.11.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rét einkum hvað varðar sögu þessa svæðis á þeim tíma sem sögur Gamla testamenntisins taka til.  Hingað til hafa margir litið á Gamla testamenntið sem sagnfræðilega heimild.

Jón Magnússon, 9.11.2010 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 756
  • Sl. viku: 2695
  • Frá upphafi: 2298220

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2518
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband