Leita í fréttum mbl.is

Á forsendum okursins

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar minna um margt á björgunarsveit sem kemur á slysstað þar sem hópur fólks er að drukkna og fær hóp sérfræðinga til að eyða drjúgum tíma í að reikna út hvaða bjarghringur gæti gagnast best. Meðan á því stendur drukkna nokkrir en bjögunarsveitarforinginn er ekki að velta því fyrir sér. Hún hefur fyrirfram enga skoðun eða stefnu í málinu.  

Reikninefnd ríkisstjórnarinnar hefur skilað útreikningum um skuldavanda fólks og möguleg úrræði.  Öll úrræðin eru  reiknuð á forsendum okurþjóðfélagsins óháð því hvort um raunhæfa innheimtu er að ræða eða ekki.

Niðurstaða reiknimeistaranna er sú að það kosti um 180 milljarða að bakfæra höfuðstóla okurlána verðtryggingarinnar um 15% en það er um það bil það sem ranglega hefur verið lagt ofan á lánin á síðustu misserum.  Út frá þeirri forsendu er tapið ekki  annað en að skila þarf óréttmætri og siðlausri auðgun lífeyrissjóða og fjármálastofnana til baka.

Bakfærsla er alltaf erfið og þess vegna hef ég bent á þá leið að stofnaður verði neyðarsjóður og þangað renni 3% af gjöldum sem annars færu í lífeyrissjóði a.m.k. næstu 4 árin og þeir fjármunir sem þar mynduðust um 200 milljarðar yrðu notaðir til að bakfæra höfuðstóla og lánakjör til þess, sem fólk á hinum Norðurlöndunum býr við. Þá mundi neyðarsjóðurinn  koma að fjármögnun Íbúðalánasjóðs á eðlilegum lánakjörum. Þá  væri hægt væri að endurlána fólki vegna íbúðarkaupa á breytilegum vöxtum, óverðtryggt með sömu vöxtum og á hinum Norðurlöndunum.

Stjórnmálamenn þessa lands jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu ættu að gaumgæfa það að fólki verður ekki haldið endalaust í okursamfélaginu. Við eigum rétt á að njóta sambærlegra lífskjara og lánakjara og frændur okkar á hinum Norðurlöndunum og til þess höfum við allar forsendur ef sérhagsmunirnir eru ekki endalaust látnir ráða ferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þetta er flottur pistill hjá þér. Ástandið er þannig að það réttlætir slíkt inngrip í Lífeyriskerfið. Það verður lítið mál að snúa svo til baka þegar við erum komin í gegnum skaflinn. Við erum alltaf að hreykja okkur af þessu kerfi, en hvers virði er slík eign ef ekki má nota hana þegar mikið liggur við?

Villi (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Villi. Það er einmitt málið hvers virði er kerfið ef engin er eftir til að borga í það.

Jón Magnússon, 10.11.2010 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er stórmerkilegt að skoða samsetningu á þessum hópi sem fengin var til verksins.

Sigurður Sigurðsson, 11.11.2010 kl. 05:06

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér er IRR krafa á 30 ára meðal lánstíma vegna fasteignakaupa og með raunvaxtakröfu minnst 110%  þegar í öðrum ríkjum heims er YTM krafa, raunvaxta vænting um 20% til 30% á sama tímabili.

Þeir sem skilja ekki muninn eru ekki  hæfir til að stjórna neinu ríki. Vsk fyrirtæki sem skila raunhagnaði á heimmarkaði   verða að greiða þennan mismun í mismun í formi launa. Íslendingar geta aldrei pantað inn svo mikið af neysluvarning frá útlendingum að afslátturinn greiði niður flutningskostnað.

Erlendir viðskipta aðilar reikna alltaf út kostnaðarverð þeirra sem á að prútta við. Þeir hætta aldrei fyrr en þeir hafa hámarkað sinn hagnað, þeir gera langtímafjárfestingar til 30 ára minnst, fyrstu 5 árin fara oft í fórnarkostnað.  

Veðskuldalánasöfn hér flokkast annars flokks vegna IRR forsendu lánsformanna. Afföll minnka ekki nema útlendingar trúi því að vinnuaflið geti greitt kröfuna.   Öll ríki heims birt mannfjölda spá um að þegnum fækki frekar en hitt.  Það er úrelt að eiga börn til að skila tekjum í búið. Nútíma fólk vil eiga börn sem hafa hærri ráðstöfunartekjur en það sjálft til að hafa ekki vanlíðan í ellinni. Það að fjárfesta í vinnuafli er að fjárfesta í arðbærum vsk kostnaðarfyrirtækjum.  Einfalt og mikið kostar mikinn afslátt hjá milliliðum til sinna neytenda.

Skapa kaupmátt og greiðslu getu almennt skilar sér í gróða til langframa.  Tryggja að fjármagn fari ekki úr landi er að afhenda vinnuaflinu það það almennt til eyðslu. Hér er þvingaður fram almennur 18% sparnaður af árstekjum til lífeyrasjóða brasks.  Frekar ætti að tengja helminginn af þessari upphæð við launþegann til tryggja sér hagstætt jafngreiðslulán sem var hannað á sinum tíma til að eyða verðbólgu: afskriftir greiðast að mestu fyrirfram, sem minnkar ekki ráðstöfunartekjur á lánstíma.

Fólk er það upplýst eftir að netið kom að hér mun fólk leita upp alvöru efnahagsstjórnir og þá fara arðbærustu þegnar fyrst. Það er orðið siðferðislegur glæpur að greiða í almenna skatta sem ráðstafað hlutfallslega mest til óreiðumanna til að tryggja þeim endurreisn.

Íslendingar voru duglegir í erfiðisvinnu meðan hún tíðkaðist það er liðin tími og mennta menn hér skrá sig örugglega lengst allra til vinnu. Íslendingar hafa aldrei verið afkastagóðir í skrifstofu vinnu.

Málið er geta Íslendingar haldið sínum hlut af heimskökunni í framtíðinni? Reynslan segir allt annað.

 Það þarf að byggja hér upp grunn af 1.flokks veðsöfnum að erlendri fyrir mynd. Til að lækka vaxta kostnað af erlendu lántökum. 

Júlíus Björnsson, 11.11.2010 kl. 06:41

5 Smámynd: Jón Magnússon

Já Sigurður ég er sammála því en var við öðru að búast af velferðarstjórninni?

Jón Magnússon, 11.11.2010 kl. 09:20

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er svo langt og ítarlegt Júlíus að þetta er góð viðbót vð það sem hér er sett niður. Þakka þér fyrir það.

Jón Magnússon, 11.11.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 77
  • Sl. sólarhring: 516
  • Sl. viku: 2743
  • Frá upphafi: 2298268

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2563
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband