Leita í fréttum mbl.is

Sérleiðirnar enda í ófærum

Íslendingar hafa of lengi reynt að fara sínar sérleiðir í efnahags- og lánamálum sem hafa allar  og alltaf endað með skelfingu.  Nú freistar ríkisstjórnin þess að fara í nýjar sérleiðir með lánapakka, vaxtabætur og bix til að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann.

Stjórnvöldum sem vilja halda áfram sérleiðunum eins og ríkisstjórnin, hluti stjórnarandstöðunnar, lífeyrissjóðirnir og fjármálafyrirtækin ferst eins og manninum sem vaknar upp eftir mikið langvarandi fyllerí horfir á sjálfan sig í spegli og segir. Ég á alla vega ekki við áfengisvandamál að glíma.

Af hverju dettur Jóhönnu, Bjarna Ben, Steingrími, lífeyrissjóðunum, ASÍ og fjármálafyrirtækjunum ekki í hug að það kunni að vera best fyrir okkur að hafa sama hátt á lánamálum og er í nágrannalöndum okkar og hætta að fara sérleiðirnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mikið lifandis skelfing er ég sammála þér.

Félagslega íbúðakerfið hennar Jóku í denn, setti afar mörg sveitafélög nánast á hausinn, þar sem það í takti við Kvótakerfið, Verðtryggingu skuldbindinga og þessháttar ólögum, rýrði eignarstuðul þeirra líkt og íbúa þessara sveitafélaga.

Nú hefur enn einu sinni gerst, að eigið fé allra landsmanna (nema auðvitað innheimtumenn á löffa stofum og okurlánarar) er rýrt svo, að margur mun missa allar sínar eigur, þó svo, að fyrir liggi, að þeir hafi verið beittir blekkingum við undirritun´lánasamninga og að annar aðilinn hafi einhliða breytt grunnforsendum téðs samnings.

Afar óhuggulegt,að svona GETI gerst í okkar þjóðfélagi, sem að mér var logið um, að byggði á traustum lögfræðilegum grunni um að eitt skuli yfir ALLA ganga og að frelsi eins geti ekki orðið helsi annars.

Ekkert fæst staðist einbeittan brotavilja fóls, sem á í öllu tré við viðsemjandann sinn, með atfylgi dómstóla, líkt og virðist í málum sem koma fyrir Héraðssdóm Suðurlands, í það minnsta.

Miðbæjaríhaldið

Trúði, að Ísland væri réttarríki en verð því miður að játa sig blekktan mjög.

Bjarni Kjartansson, 12.11.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Elle_

Ég segi eins og Bjarni Kjartansson, Jón: Mikið lifandis skelfing er ég sammála þér.  Nei, skilningssleysið fyrir mannlega þættinum drepur þau fyrr en þau láta í minnipokann og gera það sem manneskjulegast er að gera. 

Elle_, 13.11.2010 kl. 00:05

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vertrygging íbúðarlána flokkast undir verðtryggða raunávöxtunarkröfu sem sett var hér á aldagömul hefðbundin jafngreiðsluform með fastri hámarks verðtryggingu  miðað við 30 ár erlendis. Afskriftirnar eru allar borgaðar fyrst til að gera sjóðinn öruggari. Til þess er notuð nafnvaxtatengd  dreifingarformúla sem sannað var fyrir meir en 100 árum að  myndi ekki breyta heildar vaxta og verðbóta upphæðin sem samið var um á útgáfu degi.

Hér eru lífeyrissjóðir gerðir út á 45 ár. Til þess að gera sér grein fyrir hlutunum þá er best líta á síðasta 45 ára uppgjörstímabil eins og Daninn [þjóðverjinn] í mér gerir. 

Alþjóða 1.flokks veðskuldarbréfaforminu  [til að brenna upp verðbólgu í bókhaldi og haldi niðri grunn launkostnaði vinnuaflsins í langtíma efnahagstöðuleika ríkjum] var kastað fyrir skammtíma áhættu affalla bréf á Alþjóða mörkuðum.  Til að draga til sín lífeyri frá næstu kynslóð. Þetta hafa erlendir hákarlar allt hirt enda hafa þeir alltaf vitað hvert stefndi frá um 1982.

Það hefur aldrei verið eðlilegt að endurfjármagna langtíma [30 til 45 ára lán] með skammtíma lánum til 5 ára, frekar en að lána með lægri vöxtum en maður borgar sínum lánadrottnum.  

Þetta er allt auðskilið á Alþjóðafjármálamörkuðum.

"Margur maður verður af aurum api", sagði Gunnar Thoroddsen þegar ég var barn að aldri í gömlu gufunni. Því hef ég aldrei gleymt síðan.

Þjóðverjar gefa sínum skuldnautum upp hvað er bókað greitt í raunvexti á ári og hvað fer í verðbætur og afskriftir þegar um 1. flokks veðskuldabréf er að ræða. EU kaupir ekki nafnvexti sem Íslendingar skilgreina raunvexti 25 árum fyrirfram. Nema hafi trú á efnahagstjórninni. Toppunum í stjórnsýslunni.   AGS er  hér vegna vantrúar.  Ísland er rúið öllu trausti og á engin 1. flokks veð. 

Danir er ekki með mikið af fallvötnum, jarðhita  samt sem áður eru vsk fyrirtæki þar greiða meiri skatta og hærri laun almennt en á Íslandi. Þótt mörg séu flutt til Póllands.  Erlendir fjárfestar hirða bestu veðinn og eins mikið af hagnaði og Ísland þolir [að þeirra mati].  Það myndi ég allavega gera.

Júlíus Björnsson, 13.11.2010 kl. 05:45

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Bjarni. Ég trúi því enn að við getum komið viti í þetta samfélag. Þakka þér fyrir að minna á hluta af bullinu.

Jón Magnússon, 13.11.2010 kl. 13:45

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Elle ég veit ekki hvort það er skilningsleysi eða vanmáttur gagnvart spilltum peninga- og hagsmunaöflum.

Jón Magnússon, 13.11.2010 kl. 13:46

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Júlíus fyrir þessa greiningu.

Jón Magnússon, 13.11.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 760
  • Sl. viku: 2695
  • Frá upphafi: 2298220

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2518
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband